Sögustund: Saga Sveins R. Eyjólfssonar

30.11.2017

Æsku – og athafnasaga Sveins R. Eyjólfssonar blaðaútgefanda er nú komin út, skráð af Silju Aðalsteindóttur undir titilinum Allt kann sá er bíða kann.

Sveinn og Jónas Kristjánsson voru nánustu samstarfsmenn í 40 ár, Jónas sem ritstjóri Dagblaðsins og svo DV sem þeir Sveinn stofnuðu með sameiningu við Vísi. Sveinn segir í viðtali á Hringbraut að sýn þeirra Jónasar hafi verið sú sama og mjög eindregin um að búa til fjölmiðil sem lyti engum pólitískum afskiptum og væri frjálsari undan þeim en flokksblöð þess tíma. Hins vegar eru Sveinn og Jónas afar ólíkir menn. Sveinn segir í viðtali á Hringbraut og glottir við: „En Jónas fór í taugarnar á mér á hverjum degi“, enda voru þeir algerlega á öndverðu meiði í stjórnmálum.

Í þættinum Sögustund með Sigmundi Erni og Lindu Blöndal sest Sveinn niður í spjall ásamt söguritara sínum, Silju Aðalsteindóttur og fyrrverandi fréttastjóra DV, áður á Dagblaðinu, Jónasi Haraldssyni.

Þrímenningarnir rifja upp þá byltingarkenndu tíma þegar DV varð til nóvember 1981 en Sveinn reisti Vísi úr rústum og stofnaði Dgablaðið þegar þeir Jónas yfirgáfu Vísi með hvelli og gerði það að stórveldi, síðan DV, netmiðilinn visir.is og Fréttablaðið. Jónas Haraldsson tók þáttí þessum sögulegu tímum og Silja hafði séð um menningarumfjöllunina í DV, svo eitthvað sé nefnt. 

Fleiri myndbönd

Sögustund / Spænska veikin

04.01.2019

Sögustund / Jesús Kristur

04.01.2019

Sögustund / Ómar Ragnarsson og Friðþjófur Helgason

04.01.2019

Sögustund / Saga Siglufjarðarkaupstaðar

03.01.2019

Saga Samtaka 78 í Sögustund

10.05.2018

Sögustund með Árna Björnssyni

19.04.2018

Sögustund Íslendingar í Austur Þýskalandi

02.04.2018

Biblíusögur Föstudaginn langa

31.03.2018

Sogustund 2018 02

11.01.2018

Sögustund Líftaug landsins

19.12.2017

Sögustund með Ragnari Arnalds, Jóni Baldvin og Styrmi

12.12.2017

Sögustund Svarfdæla

01.11.2017