Vei klippa

STIKLA // ÁSDÍS OLSEN FER UNDIR YFIRBORÐIÐ // NÝR ÞÁTTUR

04.10.2019

Við vörpum ljósi á allt sem er falið og fordæmt.
Nýr sjónvarpsþáttur á Hringbraut á miðvikudagskvöldum kl. 20 og á vef Hringbrautar á daginn eftir.

Við fjöllum hispurslaust um mennskuna, tilgang lífsins og leitina að hamingjunni.  Við skoðum bleiku fílana heima í stofu og allt sem ekki má tala um. Við leitumst við að skilja fíknina, óttann, þögnina, skömmina, stjórnsömu mömmuna og pabbann sem er alltaf að skreppa.  Við fjöllum um sí stækkandi hóp Íslendinga sem notar vitundarvekjandi efni til flýta fyrir þroska sínum. Við tölum um single-ástarlífið; Polyamorous, Fluid, ástarfíkn, Tinder og dating. Við fjöllum um sambönd; tengsl, Tantra, Gaslighting og Stokkhólmssyndromið. Við finnum hugsanlega til samkenndar með siðblindingja.Við veltum fyrir okkur hvort koma megi í veg fyrir flesta hjónaskilnaðir með smá leiðsögn í samskiptum. Við komumst að því að fæst okkar finna muninn á óttatilfinningu og hrifningu. Við kynnumst fólki sem hefur séð ljósið og er í góðu sambandi við æðri mátt.    

Sería 1 – haustið 2019:
1.    Vitundarvekjandi efni – Andlegu undirheimarnir - fólk tekur inn efni til að heilast og þroskast
2.    Ástarfíkn og ástarforðun
– Brengluð tengsl og spenna - tilfinningasársauki
3.    Kraftaverk
– sönn saga - Þórlaug var dauðvona á líknardeild þegar hún fékk hjálp að handan
4.    Dáleiðsla
– Hugræn endurforritun - sjúkdómar og sálarkrísur hverfa í einum tíma
5.    Kynferðisleg áreitni – Hver er munurinn á aðdáun/daðri og áreitni/ofbeldi?
6.    Allskonar ástarlíf – Opin sambönd, Swing, Tantra, Polyamorous (fjölkær)

----------------------------------------------------------------------------------------

Sería 2:

  1. Æðri máttur – fólk sem hefur hitt Guð og séð ljósið segir okkur sögur
  2. Ofbeldi – stóri óttinn!! Hvað, hvers vegna og hverjar eru afleiðingarnar?
  3. Frægi kallinn og ungu stelpurnar -- hann dópaði og duflaði við unglings-stúlkur á Íslandi
  4. Ástarsögur – pör segja frá fyrstu kynnum – “meant too be” sögur.
  5. Meðvirkni – er bleikur fíll heima í stofu hjá þér?
  6. Tilfinningalaust fólk – Siðblinda, Narsisimi, “lokað hjarta”
  7. Andleg vakning – fólk tékkar út af börunum og leitar að sjálfu sér
  8. Fjölkvæni - hann gaf öllum konunum sínum eins jólagjöf.
  9. Samskipti –  smá leiðsögn í samskiptum gæti komið í veg fyrir flesta hjónaskilnaði.
  10. Edrú lífsstíll – úti að leika, ritúöl og ævintýri, swett, kakó, sjósund, dans ofl.

----------------------------------------------------------------------------------------

Umsjón með þáttunum hefur Ásdís Olsen, hamingjufræðingur og sjónvarpskona. Ásdís hefur verið í fararbroddi í kennslu á núvitund á Íslandi, hún er reyndur fyrirlesari og háskólakennai og hefur m.a. starfað sem fréttamaður og dagskrárgerðarmaður á RÚV og stjórnað raunveruleikaþáttunum “Hamingjan sanna” á Stöð 2. Hún gaf út metsölubókina „Meiri hamingja“ og fékk Íslensku menntaverðlaunin fyrir námsefni sitt í lífsleikni. Ásdís stundar nú doktorsnám við Háskólann í Reykjavík á sviði núvitundar á vinnustöðum.
-------------------------------------------
Fylgist með á miðvikudögum kl. 20 á Hringbraut eða á vef Hringbrautar daginn eftir útsendingu. 
Einnir má finna þættina og umfjöllun um þá á FB-síðunni : Undir yfirborðið  
 
Allar ábendingar og hugmyndir eru vel þegnar:
--------------------------------------------
HRINGBRAUT
Eiðistorgi 17, jarðhæð 
170 Seltjarnarnesi 
Sími: 561 3100 
 

Fleiri myndbönd

STIKLA // UNDIR YFIROBORÐIÐ // 3. ÞÁTTUR // KRAFTAVERKASAGA ÞÓRLAUGAR

13.11.2019

UNDIR YFIRBORÐIÐ // 2. ÞÁTTUR // ÁSTARFÍKN OG ÁSTARFORÐUN

07.11.2019

STIKLA // UNDIR YFIRBORÐIÐ // 2. ÞÁTTUR // ÁSTARFÍKN OG ÁSTARFORÐUN

07.11.2019

UNDIR YFIRBORÐIÐ // 1. ÞÁTTUR // VITUNDARVÍKKANDI EFNI

31.10.2019