Tímarím / 4. þáttur / Hollusta, hreyfing og sundfatasýning

25.02.2019

Í þættinum er haldið áfram að fjalla um hluti tengda þyngd og líkamsrækt. Þáttastjórnandinn, Ólafur Arnarson, fór sjálfur í magaermisaðgerð í lok maí 2017, þegar hann var kominn yfir 140 kg. Eftir aðgerðina léttist hann tiltölulega hratt fram í nóvember, þegar hann vó 103 kg. Ekkert gerðist eftir það og var eins og hann hefði lent á vegg. Í byrjun febrúar 2018 hóf hann skipulega líkamsrækt í Hreyfingu undir handleiðslu fagfólks og kílóin byrjuðu aftur að hrynja af honum. í byrjun sumars var hann orðinn 88 kg. og hefur haldið þeirri vigt síðan.

Í þættinum fylgjumst við með Ólafi í ræktinni og heyrum í Dr. Grétu Jakobsdóttur, næringarráðgjafa og einkaþjálfara, Finni Atla Magnússyni, íþróttafræðingi og einkaþjálfara, og  Söndru Dögg Árnadóttur, sjúkraþjálfara og fagstjóra hjá Hreyfingu. Viðkvæmir eru varaðir við því að í þættinum birtist Ólafur Arnarson m.a. á sundfötum.

Fleiri myndbönd

Tímarím / 3. þáttur / Offita

18.02.2019

Tímarím / 2. þáttur / Ristilspeglun

15.02.2019

Tímarím / 1. þáttur

04.02.2019