Hafnir Íslands: Reykjaneshafnir

08.11.2017

Halldór Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafna segir mikið framundan í uppbyggingu við Helguvíkurhöfnina.  Halldór greinir frá þeim áformum í þætti um Reykjaneshafnir. Þátturinn er einn af þáttunum um hafnir landsins og var frumsýndur 6.nóv.

Meðal Reykjaneshafna er Keflavíkurhöfn, Njarðvíkurhöfn, Helguvíkurhöfn, smábátahöfnin í Gróf og í Höfnum er lítil smábátahöfn. 

Halldór segir að á komandi fjórum til fimm árum verið bætt við a.m.k. 160 metrum í viðlegukanta auk þess að áoform séu um að bæta við 135 metra kanti í sunnanverðri höfninni sem væri þá mjög hentugur varðandi inn og útflutning á gámum til dæmis. Bærinn muni stækka svæðið undir gámavöll. Í fyrsta skrefi sé að koma með gámavöll upp á 8000 fermetra en möguleikar séu á að fimmfalda þá stærð á komandi árum.

Helguvík hefur 4,5 ferkílómetra yfir að ráða og nálægðin við flugstöðina er verðmæt. Allt eldsneyti fyrir alþjóðafluvöllinn og reyndar meira en það fer í gegnum Helguvíkurhöfn, segir Halldór. Umfram annað sé horft sé til stóriðju í dag og í framtíðinni og þá flutninga til og frá höfninni.

Í þættinum er rætt við: Halldór Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafna. Aðalsteinn Björnsson sem vinnur við hafnarvogina í Keflavík, Jón Pétursson einn af þremur hafsögumönnum Reykjaneshafna, Pétur Jóhannsson fyrrverandi hafnarstjóri Reykjanesbæjar og Jóhannes Jóhannesson, fyrrum skipstjóra í Keflavík.

Fleiri myndbönd

Hafnir Íslands: Hafnasambandið

21.11.2017

Hafnir Íslands: Vestmannaeyjar

14.11.2017

Hafnir Íslands Skagafjarðarhafnir

31.10.2017

Hafnir Íslands Snæfellsbær

23.10.2017

Hafnir Íslands Fjarðabyggðahafnir

13.10.2017

Hafnir Íslands: Faxaflóahafnir þáttur 2

03.10.2017

Hafnir Íslands: Faxaflóahafnir þáttur 1

26.09.2017