Hafnir Íslands: Faxaflóahafnir þáttur 2

03.10.2017

Í öðrum þætti um Hafnir Íslands er fjallað um Sundahöfn og höfnina á Grundartanga en hafnirnar eru hluti af Faxaflóahöfnum. 

Þáttaröðin Hafnir Íslands er frumsýnd á mánudagskvöldum kl.21.30 í umsjón Lindu Blöndal. 

Rætt er við Jón Þorvaldsson sem hefur í nokkra áratugi unnið við Sundahöfn og er aðstoðarhafnarstjóri. Á Grundartanga er talað við Vigni Albertsson sem er skipulagsfulltrúi og hefur verið með auga á höfninni þar í fjóra áratugi. 

Hafnir eru undirstaða atvinnulífs Íslands og svo hefur verið í yfir 100 ár. Hafnir hafa verið lífæðir hvers bæjar um allt land og vegna þeirra hefur byggð geta þrifist. Hver og ein höfn hefur sitt andlit og fer Linda Blöndal ásamt Friðþjófi Helgasyni víða um hafnir landsins og skoðar sögu þeirra og helstu hlutverk.

 

 

Fleiri myndbönd

Hafnir Íslands: Hafnasambandið

21.11.2017

Hafnir Íslands: Vestmannaeyjar

14.11.2017

Hafnir Íslands: Reykjaneshafnir

08.11.2017

Hafnir Íslands Skagafjarðarhafnir

31.10.2017

Hafnir Íslands Snæfellsbær

23.10.2017

Hafnir Íslands Fjarðabyggðahafnir

13.10.2017

Hafnir Íslands: Faxaflóahafnir þáttur 1

26.09.2017