Laddi næstum látinn: „Ég horfði ofan í gljúfrið - Ég held ég hafi klárað flöskuna!“

Laddi næstum látinn: „Ég horfði ofan í gljúfrið - Ég held ég hafi klárað flöskuna!“

Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Laddi, greinir frá mikilli svaðilför sem hann lenti í á árum áður. Minnstu munaði að hann yrði ekki til frásagnar. Laddi opnaði sig um þetta erfiða augnablik í viðtali við Fréttablaðið í tilefni þess að stutt er í að tökur hefjast á nýjum ljúfsárum gamanþáttum, þar sem hann fer með aðalhlutverkið.

Söguhetjan stendur andspænis dauðanum og áttar sig á að hann hafi sóað lífi sínu. Í tilefni þáttanna var Laddi ásamt handritshöfundunum í viðtali hjá Fréttablaðinu. Þar var hópurinn spurður hvort einhver þeirra hefði staðið andspænis dauðanum. Laddi svaraði:

„Ég hef verið ansi nálægt því að deyja. Það var fyrir löngu að ég var á ferðalagi á Austfjörðum. Með hinni víðfrægu hljómsveit sem kallaðist Faxar.“

Hljómsveitin var á heimleið til Reykjavíkur. Undir stýri var gítarleikarinn. Hann hægði aldrei á sér í beygjum og kveðst Laddi hafa rifist í honum nánast alla leiðina.

„Hægðu á þér maður!“

Gítarleikarinn lét þetta sem vind um eyru þjóta og svo kom að því að hann náði ekki einni beygjunni og rann áfram að snarbröttu gljúfri.

„Þar brotnaði undan bílnum og hann nam staðar á brúninni,“ segir Laddi sem þar horfðist í augu við dauðann. „Ég horfði ofan í gljúfrið.“ Laddi bætir við að hann og gítarleikarinn séu ekki vinir í dag. Laddi segir: „Þá opnaði ég hanskahólfið og náði í séníver sem ég ætlaði að geyma til verslunarmannahelgarinnar. Ég held ég hafi klárað flöskuna!“

Hér má lesa viðtalið.

Nýjast