Jafnvægi á fasteignamarkaði í nánd

Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags faasteignasala í Afsali í kvöld:

Jafnvægi á fasteignamarkaði í nánd

Jafnvægi á fasteignamarkaði er innan seilinhgar, að því er Kjartan Hallgeirsson, formaðurr Félags fasteignasala segir í þættinum Afsali á Hringbraut í kvöld, aðspurður hvort íbúðaverð muni snarhækka um ókomin ár á Íslandi.

Í þættinum fer hann yfir stöðuna á markaðnum, sem er að mörgu leyti óvenjuleg, enda er fermetraverð í allra vinsælustu hverfunum í Reykjavík að nálgast milljónina, sem gerir borgina að einum dýrasta íverustað í evrópsku þéttbýli um þessar mundir. 

Kjartan segir mikinn kipp vera í byggingu íbúða og þéttingu byggðar og mikill fjöldi fasteigna verði í boði á næstu árum, jafnt fyrir leigjendur og eigendur - og sú þróun muni væntanlega slá á þensluna á markaðnum, sem vel að merkja, fylgi enn auknum kaupmætti, svo ekki sé almeennt hægt að tala um innantóma bólumyndum við þæt kringumstæður sem nú blasa við á fasteignamarkaðnum.

Í þættinum reifar Kjartan breytingar á fasteignasölu og faginu sjálfu hér á landi og mögulegar endurbætur á regluverkinu sem gildir um hana.

Afsal byrjar klukkan 21:30 í kvöld. 

 

 

Nýjast