Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti

Fréttir af öðrum miðlum dv.is

Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti

Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem talin eru hafa tengsl við sambærileg og alræmd samtök á Norðurlöndum hafa undanfarinn sólarhring verið mjög virk á Facebook. Samtökin birta kostaðar auglýsingar með áróðursspjöldum sem innihalda myndir af Adolf Hitler og slagorð gegn fjölmenningu. Fyrir utan vefsíðu sína eru samtökin síðan með mjög virka Facebook-síðu sem hefur verið uppfærð oft núna um helgina.

DV greindi fyrst frá og þar er fjallað ítarlega um málið.

Mynd sem fylgir þessari frétt var birt sem kostuð auglýsing á Facebook í gær. Í nýjustu stöðuuppfærslu Norðurvígis á Facebook er spurt hvað sé að því að vera nasisti en færslan, sem birtist um miðnætti, er eftirfarandi:

„Ofdekraðir forréttindageltir hafa verið að reyna að láta banna síðuna. Enn hafa engin rök komið frá þeim önnur en „þið eruð nasistar“. So what? Hvað er svona slæmt við það þá? Í staðinn fyrir að rökræða forsendur hugmyndafræðinnar þá reyna þeir að þagga niður í okkur því þeir eru hræddir við að aðrir sjái skilaboðin. Þeir nota þessi ofnotuðu skítaorð: hatursorðræða, rasismi. Þeir þykjast vilja vernda aðra fyrir því að verða vitni af „hatri“. En þeir eru auðvitað bara hræddir um að aðrir líti á nordurvigi.is og kynni sér hlutina og komist að annarri niðurstöðu. Eitt er víst: beta-mennið er náttúrulegur óvinur þjóðernis-sósíalisma og óttast stöðugt samfélag þar sem eru gerðar kröfur til einstaklingsins og öllum lífsstílum er ekki gert jafn hátt undir höfði.“

Norðurvígi hefur nú um helgina birt fjölmörg áróðurspjöld af því tagi sem fylgir þessari frétt. Í ummælakerfi við færslu á Facebook-síðunni voru eftirfarandi ummæli skrifuð í nafni samtakanna: „varst þú ekki kominn með aids helvítið þitt? Farðu nú að lognast út af. Tilvera þín er einskis virði.“

DV greindi fyrst frá og þar er fjallað ítarlega um málið, sjá frétt DV hér í heild sinni.

Nýjast