Ilmurinn úr eldhúsinu...

Úr þættinum Jólabræðingur á Hringbraut

Ilmurinn úr eldhúsinu...

Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi...
Jólin eru samverustund sem einkennist af þakklæti, gleði og hátíðleika.
Eftir að hafa ráðfært mig við meistarakokkinn Viktor Örn þá róuðust mínar taugar töluvert.
Hann gaf stressuðu móðurinni nokkur ráð sem koma til með að nýtast mér um ókomna tíð og hér eru þau.

            Treystu

Já í alvöru. Það er ekki á eina manneskju lagt að elda og baka allt frá a-ö, þrífa, pakka inn, klæða börnin og taka svo á móti tengdamóður sinni uppstrílaður, baðaður og klæddur.. og það allt fyrir kl 18! Verkaskipting er gríðarlega mikilvæg og gerir undirbúningin líka dýrmætan.
 

            Einfaldaðu

Þegar á að undirbúa forrétt, aðalrétt og eftirrétt er vert að skoða hvort að hægt sé að draga úr flækjustigum. Oft er einfalt allveg jafn gómsætt.
 

            Slaka á

Við eigum það til að setja alltof mikla pressu á okkur sjálf. Aðfangadagur er og verður dásamlegur sama hvað. Settu bara Nat King Cole á fóninn og njóttu.
 
Ekki er verra að hafa aðgang að internetinu því að hér er uppskriftin að hinni fullkomnu Jólamáltíð. Viktor Örn og Hafiði Ragnarsson fara hér skref fyrir skref í gegnum alla réttina á hátíðlegan hátt. 

Tengdar fréttir

Nýjast