Frumlegar og skemmtilegar hugmyndir að bóndadagsgjöfum

Frumlegar og skemmtilegar hugmyndir að bóndadagsgjöfum

Sjöfn Þórðardóttir
Sjöfn Þórðardóttir

Bóndadagurinn nálgast óðfluga en hann er á föstudaginn næstkomandi 25. janúar.  Gaman væri að gleðja bóndann með flottri bóndadagsgjöf sem hittir í mark. Sjöfn Þórðardóttir hefur tekið saman nokkrar skemmtilegar hugmyndir að bóndadagsgjöfum.

 

Töff, hágæða og vandaðir hattar handa bóndanum

Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar er með þessa glæsilegu hatta til sölu í verslun sinni og hver bóndi þyrfti að eiga einn slíkan.

 

Stetson: Stetson er heimsþekktur hattaframleiðandi og hefur starfað síðan 1865. Stetson hattarnir eiga rætur að rekja í Villta Vestrið og voru notaðir af gullgröfurum og öðrum ævintýramönnum. Einstaklega vandaðir hattar og lífstíðareign.

MJM: MJM hefur framleitt hatta í næstum þrjár aldir, eða frá árinu 1829. Þessir dönsku hattar hafa reynst vel í gegnum árin bæði í miðbæjargöngum og til útivistar. 

Christy's London: Christy's London framleiddi hinn upprunalega Indiana Jones hatt og hefur framleitt hágæða hatta síðan 1773. Þessir handgerðu ensku hattar hafa meðal annars prýtt höfuð Winston Churchill, Kate Moss og Brad Pitt.

 

Sérsaumuð skyrta með fangamerki bóndans

 

Dásamlegt er að gefa bóndanum sérsaumaða bóndadagsgjöf frá Suitup Reykjavík.

Hægt er að fá skyrtugjafabréf versluninni Suitup Reykjavík á 15% afslætti í fram á föstudag og kosta þau því aðeins 15.296 krónur.

Hægt er að velja yfir 500 efni frá virtustu efnamyllum Ítalíu, 40 gerðir af krögum, 37 gerðir af tölum. Persónuleg áletrun í kraga og fullkomið snið fyrir hvern og einn.

 

Glóðvolgt og ilmandi bóndabrauð og bóndapie í rúmið

Hvern langar ekki að fá morgunverðinn í rúmið að morgni bóndadags? Það hlýtur að vera draumur bóndans að fá nýbakað bóndabrauð og bóndapie frá Brauð&co í morgunverð í tilefni dagsins.

 

Bjórkassi með upptakara fyrir bóndann

Þennan frumlega bjórkassa má finna í versluninni Líf og list og er hugmyndin frá sjónvarpskokkinum Claus Holm. Bjórkassinn rúmar sex bjór- eða gosflöskur og er með upptakara á hliðinni. Hann hentar vel í ferðalagið, garðinn, útileguna eða hvert sem farið er. Kassinn er úr fallegum akasíuvið sem gefur honum flott rustic yfirbragð. Upplagt er að láta nokkra Þorrabjóra fylgja með. Verðið er 7.608,-

 

Út að borða með bóndann

Skelfiskmarkaðurinn býður upp á glæsilegan matseðil fyrir bóndann í tilefni dagsins. Um er að ræða þriggja rétta veislu ásamt því að það verður PopUp barþjónn á staðnum frá Bombay gin.

Matseðillinn verður sniðinn að bóndanum, boðið er upp á gómsætt nautatartar, lambakonfekt og sticky toffey í eftirrétt. Verðið er 5.990 krónur.

 

Óvissuferð í dekur fyrir bóndann

Bjórböðin á Árskógssandi við Dalvík bjóða upp á einstaka upplifun þar sem hægt er að fara í hjónabjórböð. Bóndinn verður ekki svikinn af ferð sem þessari og enn skemmtilegra er að skella sér í óvissuferð út á land þar sem bóndinn veit ekki hvert ferðinni er heitið. Hægt er að skoða nánari upplýsingar á heimasíðu Bjórbaðanna.

Nýjast