Fólk vanmetur innbú heimila sinna

Tryggingasérfræðingarnir Hafsteinn Esekíel og Sigríður Ásdís:

Fólk vanmetur innbú heimila sinna

Almenningur á Íslandi er gjarn á að vanmeta verðmæti innbúsins á heimilum sínum - og jafnvel svo um munar, en algengt viðkvæði fólks í þeim efnum, þegar það hugar að tryggingum, er að það eigi ekki neitt!

Raunin er önnur í nær öllum tilvikum, eins og þau Hafsteinn Esekíel Hafsteinsson og Sigríður Ásdís Jónsdóttir, tryggingasérfræðingar hjá Sjóvá þekkja vel, en þau eru gestir Sigmundar Ernis í þættinum Heimilið á Hringbraut í kvöld. Í viðtalinu er farið vel og rækilega yfir mikilvægi innbústrygginga, enda vakna margir upp við vondan draum þegar áföll á borð við vatnstjón ríða yfir; verðmæti innbúsins reynist þá vera miklu meira en fólk hafði hugsað út í, svo sem allur fatnaður heimilismanna sem getur kostað vel yfir eina milljón króna - og stundum miklu meira, en það kostar auðvitað sitt að heilgalla alla familíuna upp að nýju, reynist tryggingarnar ekki vera í lagi.

Þau Hafsteinn og Sigríður benda fólki á að fara inn á heimasíðu Sjóvá, en þar er hægt að meta innbú sitt með aðstoð reiknivélar, en þess utan veiti starfsmenn félagsins fólki aðstoð og ráðgjöf í þessum efnum með því einu að slá á þráðinn til þeirra á venjulegum skrifstofutíma.

Nýjast