Hundurinn Fjóla er einstaklega klár - Myndband

Hundurinn Fjóla er einstaklega klár - Myndband

Anna María Ólafsdóttir og Heimir Jónsson eiga hana tveggja og hálfsárs gömlu Fjólu sem er virkilega klár gleðigjafi af tegundinni Jack Russel.

„Hún er jafn mikill gleðigjafi og hún getur verið krefjandi. Sennilega er hún „to smart for her own good“ eða þannig,“ segir Heimir Jónsson í samtali við Hringbraut.

Fjóla er fljót að læra og þekkir hún nú þegar mikið af skipunum eigenda sinna og getur hún meðal annars sótt fjarstýringuna að sjónvarpinu fyrir þau.

„Konan mín Anna María er duglegustu að kenna henni og það er mjög sterkt samband á milli þeirra, ég er í öðru sæti. Að kenna hundi byggir á jákvæðri hvatningu og vilja hundsins að fylgja eiganda sínum. Við höfum alltaf passað okkur að vera samstíga í allri kennslu þannig að Fjóla fær alltaf einföld skilaboð og mikið hrós þegar hún gerir rétt,“ segir Heimir.

Anna María var ekki nema um það bil tíu mínútur að kenna Fjólu að sækja fjarstýringuna og segir Heimir að yfirleitt taki það ekki meira en tíu til fimmtán mínútur að kenna henni eitthvað.

 

„Það er mjög sterkt Jack Russel eðli í henni, hún vill ekki láta halda á sér, finnst það pínu niðurlægjandi, þolir því síður kjass en vill alltaf vera í miðjunni á öllu því sem er að gerast. En við erum mjög ánægð með hana í alla staði.

En þess má geta að þegar við erum að tala okkar á milli um uppáhalds staðina hennar þá tölum við ensku, svona eins og þegar lítil börn eru nálægt og mega ekki skilja,“ segir Heimir og greinilegt er að Fjóla er í algjöru uppáhaldi hjá fjölskyldunni.

Nýjast