Sjöfn heimsækir Gauja litla á Hernámssetrið: Það sem gerðist í Hvalfirði breytti stríðinu

Guðjón Sigmundsson, oftast nefndur Gaui litli, verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld

Sjöfn heimsækir Gauja litla á Hernámssetrið: Það sem gerðist í Hvalfirði breytti stríðinu

Guðjón Sigmundsson, oftast nefndur Gauji litli, kraftaverkamaður og staðarhaldari verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld en þátturinn er á dagskrá klukkan 20:30 á Sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

Sjöfn Þórðar heimsækir Guðjón Sigmundsson, sem flestir þekkja sem Gauja litla á Hernámssetrið að Hlöðum í Hvalfirði. Þar er að finna einstaka og stórmerkilega sögu hernáms á árunum 1940-45, sögu sem breytti friðsælli sveit í umgjörð heimsviðburða og skipti sköpun fyrir sigur bandamanna. Á setrinu er að finn fjölmargar minjar, innanstokksmuni, húsgögn og leyndarmál frá þessum tíma. Gaui litli ljóstrar upp leyndarmálum þessa tíma um mikilvægi Hvalfjarðar.

„Ef það hefði ekki verið fyrir það sem gerðist hér í Hvalfirði og þessar siglingar til Rússlands hefði stríðið í Evrópu farið á annan veg,“

segir Gaui litli sposkur á svip.

Missið ekki af áhrifaríku innliti á hernámssetrið sem geymir hluta af menningararfleifð Íslendinga en þátturinn er eins og áður segir á dagskrá klukkan 20:30 í kvöld.

Nýjast