Fullkomin brönsbaka fyrir helgina

Fullkomin brönsbaka fyrir helgina

Fullkomin brönsbaka með Óðalsosti, Dijon sinnepi, skinku og eggjum (fyrir fjóra)
  • 6 vænar brauðsneiðar súrdeigsbrauð (upplagt að nota dagsgamalt eða jafnvel eldra brauð sem hefur aðeins þornað)
  • 6 egg
  • 5 dl matreiðslurjómi frá Gott í matinn
  • 1 msk. Dijon sinnep
  • 3 dl rifinn Óðalsostur
  • Salt og pipar
  • 150 g silkiskorin skinka

Það er einnig mjög gott að bæta við t.d. nokkrum smjörsteiktum sveppum í sneiðum, aspas eða öðru grænmeti. Um að gera að prófa sig áfram.

Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri, annars 190 gráður. Rífið brauðið í grófa bita og raðið í smurt eldfast mót. Skerið skinkuna í strimla og dreifið yfir. Pískið saman egg, mjólk, rjóma, sinnep og kryddið með smá salti og pipar. Bætið ostinum saman við. Hellið þessu yfir brauðið og skinkuna og látið standa í 5-10 mínútur þannig að brauðið nái að draga vökvann aðeins í sig. Bakið í 35 mínútur eða þar til gullinbrúnt og eldað í gegn. Stráið að lokum smá steinselju yfir.

Það er afar gott að bera bökuna fram með fersku tómatasalati.

Birt í samstarfi við Heilsutorg - Hér er hægt að lesa meira. 

Nýjast