Heimili

Hilmar Foss fagurkeri með meiru verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili:

Ef ég mætti velja einn hlut til að taka með mér myndi ég velja bókina sem bjargaðist úr brunanum hjá ömmu minni

Gamlir hlutir og innanstokksmunir heilla suma meira enn aðra. Hilmar Foss er einn þeirra sem á einstakt safn af hlutum, innstokksmunum og bílum, svo fátt sé nefnt. Mest megnis er það frá fjölskyldu hans og fólki sem hefur tengst honum á lífsleiðinni á einn eða annan hátt. Auk þess sem hann hefur afar gott auga fyrir sérstökum hlutum sem eiga sér sögu og vekja eftirtekt. Sjöfn Þórðar heimsækir Hilmar Foss þar sem hann býr suður með sjó í Garði og fær að skyggnast inn til hans, aftur til fortíðar. Það má með sanni segja að hluta íslenskrar arfleiðar megi finna hjá Hilmar Foss, sem sumir myndu segja að væru gull og gersemar. Hilmar Foss á marga hluti og innanstokksmuni sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir hann, þó er einn hlutur sem stendur upp úr. „Ef ég mætti velja einn hlut til að taka með mér myndi ég velja bókina sem bjargaðist úr brunanum hjá ömmu minni,“ segir Hilmar Foss. Missið ekki af áhugaverðu innliti í þættinum í kvöld. Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Sjölaga Kóngulóarídýfan sem tryllir gestina

Framundan er hrekkjavakan ógurlega sem hefur verið að ryðjast sér til rúms hjá íslenskum fjölskyldum. Ein af þeim sem fer alla leið þegar kemur að hrekkjavökuhátíðinni er Arna Guðlaug Einarsdóttir kökuskreytingarmeistari með meiru. Arna skreytir heimilið hátt og lágt, sker út grasker með fjölskyldunni, velur búningaþema fyrir ár hvert og til að toppa hrekkjavökuna heldur Arna heljarinnar hrekkjavökumatarboð þar sem veigarnar eru allar tegndar hrekkjavökunni á einn eða annan hátt. Sjöfn Þórðar heimsótti Örnu á dögunum í þættinum Fasteignir og heimili þegar undirbúningur fyrir hrekkjavökuna stóð sem hæst. Sjöfn fékk Örnu til að segja frá uppskriftinni af Sjölaga Kóngulóarídýfunni sem er tilvalinn réttur til að bjóða uppá á hrekkjavökunni sem er fimmtudaginn 31.október næstkomandi. Gott er að byrja að undirbúa vökuna og meðal annars með því að velja þá rétti sem gaman væri að bjóða uppá í tilefni vökunnar.

Matarást Sjafnar

Kollagen kaffi er nýjung á Norðurbakkanum – Fullt af hollustu og næringarefnum

Nýjasta kaffitegundin, Kollagen kaffi, hefur látið dagsins ljós á Norðurbakkanum sem er huggulegt kaffi- og bókahús í hjarta Hafnarfjarðar. Norðurbakkinn hefur í samstarfi við Feel Iceland þróað nýjan kollagen hafralatte. Bollinn er afar ríkur af næringar- og bætiefnum og inniheldur meðal annars túrmerik, cayanne pipar, kollagen og kókósolíu. Drykkurinn er spennandi nýjung í kaffiflóru Norðurbakkans, sem leitast við að prófa og þróa góða hluti sem falla vel að gildum og stefnu kaffihússins. Feel Iceland kollagenið er 100% íslenskt kollagen sem er eitt aðal uppbyggingarprótein líkamans og rannsóknir hafa sýnt fram á að kollagen er gott fyrir liði og er einnig sérlega rakagefandi fyrir húðina. Á Norðurbakkanum er notað 5 grömm af kollageni í drykkinn og er þetta frábær leið til að byrja daginn á. Kaffihúsið Norðurbakkinn er rómað fyrir ljúffengar kræsingar, hlýlega stemningu og að vera bókakaffihús. Á Instagramsíðu kaffihússins má iðulega sjá myndir af freistandi bakkelsi og hnallþórum sem kitla bragðlaukana.

Hönnun

Múmín vetrarbollinn í ár skarta sínu fegursta með vandaðri og fágaðri hönnun

Biðin eftir nýjasta vetrarbollanum í Moomin línunni er senn á enda. Í ár kynnir Moomin vetrarbollan Crown Snow Load þar sem snjóþung grenitré eru í aðalhlutverki. Þetta er framhald af fyrri vetrarlínum Moomin sem sýnir vönduð vinnubrögð Tove Jansson. Hún notaði stuttar og skarpar línur til að túlka ljós og skugga í skammdeginu. Veturinn er túlkaður í myndskreytingunum eins og kemur fyrir þegar snjóþyngslin eru hvað mest og veturkonungur blæs og minnir á sig. Myndskreytingarnar eru byggðar á bók Tove Jansson Moominland Midwinter sem kom út árið 1957. Línan samanstendur af krús, skál, mini-krúsum og skeiðum.

Matarást Sjafnar

Súkkulaðiunnendur geta hlakkað til jólanna

Margir súkkulaðiunnendur hafa beðið spenntir eftir vetrarlínu Omnom sem ávallt tengir við jólin. Nú er biðin á enda, vetrarlína Omnom er komin út og sækir innblástur sinn í alíslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jólahátíða. Omnom sækir innblástur í matarhefðir, bragðtóna og venjur sem hringja inn jólin. Að þessu sinni urðu þrjár bragðtegundir liðinna ára fyrir valinu og færa landsmönnum hinn sanna íslenska jólaanda. Einnig er gjafaaskja Omnom með vetrarlínunni komin í hús og inniheldur vetrarsúkkulaðistykkin, úr vetrarlínu Omnom. Gjafaöskjurnar eru mikið augnakonfekt og vekja eftirtekt fyrir einstaklega fallegar og smekklegar umbúðir sem ættu að sóma sér vel í jólapakka allra súkkulaðiunnenda og fagurkera.

Hönnun

Tímalaus fegurð og glæsileiki í forgrunni

Árið 1962 hönnuðu Castiglioni bræðurnir þetta meistaraverk, klassíska Arco lampann sem hefur farið sigurför um heiminn og heillað marga upp úr skónum. Innblásturinn sóttu Castiglioni bræðurnir af einfaldri hönnun ljósastaura. Stálsveigurinn sem heldur lampanum uppi sameinar hagkvæmni, gæði, sveigjanleika og styrk. Steinfóturinn sem ber ljósið upp er gerður úr Carrara marmara, einfaldlega til þess að fá sem mestan massa án þess að taka mikið pláss. Gatið í marmaranum er til þess að auðvelda það að lyfta fætinum en ekki bara til skrauts og skáskorin hornin eru til þess að enginn meiði sig. Hér er hugsað fyrir hverju smáatriði og vandað til verka á metnaðarfullan hátt. Það má með sanni segja að notagildið hafi verið að leiðarljósi í allri hönnun Arco lampans en niðurstaðan er engu að síður fegurð og glæsileiki fram í fingurgóma í hverri línu. Arco lampinn fæst hjá Lumex og nýtur mikilla vinsælda hjá fagurkerum.

Skúli Mogensen selur glæsivilluna á Seltjarnarnesi

Skúli Mogensen, fyrrverandi eigandi WOW air hefur auglýst glæsivillu sína á Seltjarnarnesi til sölu á netinu og er húsinu lýst sem einu af tilkomumesta einbýlishúsi á Íslandi.

Arna Guðlaug Einarsdóttir meistari í kökuskreytingum verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili:

Tekur hrekkjavökuna alla leið og elskar að skreyta í fallegum haustlitum

Það styttist óðum í hrekkjavökuna ógurlegu sem er orðin vinsæl á mörgum íslensku heimilum í dag. Hrekkjavakan hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi undanfarin ár og þeim fjölskyldum og heimilum fjölgar frá ári til árs sem taka þátt. Sumir taka hrekkjavökuna alla leið og skreyta heimili sín hátt og lágt auk þess að halda í hefðir og siði vökunnar. Arna Guðlaug Einarsdóttir kökuskreytingarmeistari er ein af þeim sem tekur hrekkjavökuna alla leið og heldur líka glæsileg og litrík matarboð í tilefni hennar. Sjöfn heimsækir Örnu inn á heimili hennar og fær innsýn í undirbúninginn fyrir hrekkjavökuna þar sem heimilið er undirlagt og öllu tjaldað til. Arna segist vera dolfallin aðdáandi Hrekkjavökunnar og bætir í skreytingarsafnið á hverju ári. „Ég elska haustlitina og appelsínugula litinn sem er aðal Hrekkjavökuliturinn,“ segir Arna og er ótrúlega spennt fyrir því sem koma skal. Missið ekki af litríkum þætti í kvöld. Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.

Sunneva Einars byrjuð með syni Bjarna Ben

Áhrifavaldurinn og samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason eru eitt nýjasta par bæjarins. Benedikt sem er 21 árs, úr Garðabæ er sonur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnunarráðgjafa.

Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur hjá Blómaval verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Haustið góður tími til að undirbúa garðinn fyrir næsta sumar

Haustið er falleg árstíð þar sem litadýrð gróðursins nær ákveðnu hámarki. Haustinu fylgja einnig ýmsar fallegar haustplöntur og býður haustið upp á mörg tækifæri fyrir komandi árstíðir. Sjöfn fær Vilmund Hansen blaðamann Bændablaðsins og garðyrkjufræðing frá Blómaval í heimsókn og spjallar um tækifærin sem í boðið eru og hvað við getum gert utandyra fyrir heimilin og fasteignir. „Haustið er góður tími til að undirbúa garðana fyrir næsta sumar og er tími haustlaukana,“ segir Vilmundur. Meira um þetta í þættinum í kvöld.

Kóríander-Lime-hvítlauks sósa/dressing - geggjuð á salatið og einnig með grilluðu lambakjöti

Uppskrift: Ómótstæðilega ljúffeng Bernaisesósa sem toppar helgarsteikina

Uppskrift: Gómsæta Fléttan með löðrandi súkkulaði sem fylgdi frá Kiel sem enginn stenst

Fullkomin brönsbaka fyrir helgina

Sá ekki húsnúmerin í skammdeginu í vinnu sinni og ákvað að hanna húsnúmer með lýsingu

Það auðveldasta sem við getum gert er að hætta að henda mat

Mikilvægt að innanhússarkitektar og lýsingahönnuðir vinni saman þegar kemur að innanhússhönnun

Vesturbærinn gamalgróið hverfi með sterka ímynd og sögu

Vissir þú þetta um gler?

Hvað er skríðandi í þínu rúmi?