Svona eignast þú betra líf á 10 sekúndum

Svona eignast þú betra líf á 10 sekúndum

Við eigum það til að mikla hlutina fyrir okkur, sérstaklega þá hluti sem okkur finnst ekkert sérstaklega skemmtilegir. Við viljum öll hugsa vel um heilsuna okkar en í nútíma samfélagi er það oft á tíðum erfitt. Mikill hraði er á öllu, tímaleysi og of mörg verkefni liggja gjarnan á okkur.

Hér er því ágæt samantekt á átta atriðum sem taka aðeins tíu sekúndur í framkvæmd en skipta miklu máli fyrir heilsuna okkar.

1. Drekktu mjólkina sem verður eftir

Passaðu þig á að drekka mjólkina sem verður eftir í skálinni. Allt að 40 prósent af næringarefnum sem er að finna í morgunmatnum leysist upp og situr eftir í mjólkinni.

2. Drekktu ískalt vatn

Drekktu ískalt vatn fyrir og eftir æfingar. Æfingar hafa sýnt að kalda vatnið getur aukið úthald og hraðað brennslu.

3. Hvatning

Rannsóknir hafa sýnt að góður æfingafélagi er gulls ígildi. Hvatningarorð geta aukið þyngdir sem þú getur lyft um allt að fjórðung. Að öskra eða gefa frá sér hljóð í lyftunni getur haft svipuð áhrif.

4. Veðjaðu á heilsuna

Ef einhvern tímann er tími til að gera veðmál þá er það heilsunnar vegna. Gerðu veðmál við vinnufélaga um að halda úti æfingaprógramminu í tilsettan tíma eða taktu þátt í keppni. Allt að 97 prósent ná markmiðum sínum ef eitthvað er í húfi.

5. Rauður matur

Rauðkál inniheldur allt að 15 sinnum meira beta-carotene sem dregur úr hrukkumyndun. Rauð paprika inniheldur níu sinnum meira C-vítamín en græn.

6. Aspas við þynnku

Samkvæmt suður-kóreskri rannsókn ýtir neysla aspass undir virkni ensíms sem brýtur niður alkóhól í lifrinni.

7. Passaðu þig á hlaupabrettinu

Ef þú heyrir of mikið þegar þú hleypur á brettinu ertu að fara illa með skrokkinn. Þungir skellir á brettinu eiga ekki að heyrast. Minnkaðu skrefin og hugaðu að léttleikanum.

8. Fáðu þér rúgbrauð

Sænsk rannsókn sýndi að þeir sem borðuðu rúgbrauð voru minna svangir eftir átta klukkutíma en þeir sem borðuðu hvítt brauð.

 

Nýjast