Heilsa & Lífstíll

Kári Stefánsson um Samherjamálið: „Hefur valdið íslensku samfélagi alveg ómælanlegum skaða“

„Mér finnast viðbrögð stjórnvalda vera heldur máttleysisleg. En ég er ekki alveg sammála Ögmundi um hvað séu eðlilegustu viðbrögðin við þessu. Ég held því fram að þetta reynist allt saman vera satt, þá er um að ræða fyrirtæki sem hefur verið ekki bara verið rekið á svig við lög, heldur líka rekið á svig við almennt siðferði og hefur valdið íslensku samfélagi alveg ómælanlegum skaða.“

Ágústa: „Þetta er bara alvöru mannaskítsfýla“ - „Þú hengir ekkert upp þvottinn eða ert að dúlla þér í garðinum“

„Það er stillt og gott úti núna, en það er ekki lykt frá henni. En ég heyri í henni þar sem ég stend inn í eldhúsi, bublið í henni, hérna inn um gluggann hjá mér. Hún minnir á sig líka á þann hátt. En það er svo sem allt í lagi miðað við hitt, það er lyktin.“

Fyrrverandi starfsmaður Isavia ákærður fyrir að taka á móti milljónum í mútur - Krefjast 12 milljóna króna í skaðabætur

Héraðssaksóknari hefur ákært fyrrverandi starfsmann Isavia fyrir mútuþægni og umboðssvik. Starfaði hann sem þjónustustjóri hjá Isavia og er hann sagður hafa þegið allt að 3,5 milljónum króna í mútur frá íslensku tæknifyrirtæki. Eru múturnar sagðar hafa verið greiddar í tengslum við kaup Isavia á miðum í bílastæðahlið fyrir nokkrum árum

Lítill munur á verði hjá matvöruverslunum á netinu samkvæmt verðkönnun ASÍ - Iceland er dýrasta matvöruverslunin

Iceland er dýrasta matvöruverslunin samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var þriðjudaginn 19. nóvember. Lítill munur er á verði hjá þeim matvöruverslunum sem eru á netinu en Boxid.is er aðeins dýrara en Heimkaup.is á meðan Netto.is er ódýrasta matvöruverlsunin á netinu. Iceland var oftast með hæstu verðin, í 52 tilvikum af 102, Kjörbúðin næst oftast, í 19 tilvikum og Hagkaup í 17 tilvikum. Bónus var lang oftast með lægstu verðin eða í 68 tilvikum af 102. Í mörgum tilfellum var mikill verðmunur í könnuninni en algengasti verðmunurinn var 20-40% eða í 45 tilvikum af 102. Í 19 tilfellum var verðmunurinn 40-60% og í 13 tilvikum var verðmunurinn 60-80%.

Fólk og samfélög í brennidepli á fundi Norðurskautsráðsins - Sex samtök frumbyggja á fundinum

Fulltrúar ríkjanna átta og sex samtaka frumbyggja sem aðild eiga að Norðurskautsráðinu hittust í fyrsta skipti í formennskutíð Íslands, auk fulltrúa vinnuhópanna sex og yfir þrjátíu áheyrnaraðila, á fundi embættismannanefndarinnar sem lauk í Hveragerði í dag.

Lögreglan lokar hluta af þjóðveginum vegna alvarlegs umferðarslyss - Gangandi vegfarandi varð fyrir bíl

Lögregla og sjúkraflutningamenn eru nú við vinnu á vettvangi alvarlegs umferðarslyss á Þjóðvegi 1 skammt frá bænum Viðborðsseli í Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið. Slysið var tilkynnt til neyðarlínu um kl. 17:30 og er vegurinn nú lokaður allri umferð en unnt verður að hleypa henni fram hjá vettvangi með umferðarstjórnun mjög fljótlega. Lögreglan segir að rannsóknin á slysinu muni taka töluverðan tíma og má því búast við umferðartöfum á vettvangi fram eftir kvöldi.

Samkomulag um styttingu í dagvinnu í höfn

Samkomulag hefur náðst milli BSRB og allra viðsemjenda bandalagsins, ríkisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar, um útfærslu á styttingu vinnutíma starfsmanna í dagvinnu. Næsta verkefni í kjaraviðræðum bandalagsins er sagt vera að útfæra styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk.

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar:

Samstarfið

Þegar stofnað var til núverandi ríkisstjórnarsamstarfs voru ekki aðrir skynsamlegri kostir í boði. Vitað var að þetta samstarf yrði áhættusamt fyrir Vinstri græna en flokksmenn bitu á jaxlinn. Þeim fannst ýmislegt á sig leggjandi til að formaður þeirra yrði forsætisráðherra og Katrín Jakobsdóttir hefur staðið sig með mikilli prýði í því embætti. Það er þó orðið deginum ljósara að þessi ríkisstjórn er einnota. Henni verður kastað í næstu kosningum. Þetta hljóta Vinstri grænir að vita og helsta áhyggjuefni þeirra hlýtur að vera hversu mikið þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur skaðað þá.

Afbrotum á höfuðborgarsvæðinu fækkar á milli mánaða - Skráðum fíkniefnabrotum fjölgaði þó á milli mánaða

Skráð voru 852 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í október og fækkaði þessum brotum nokkuð á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir október 2019. Skráðum innbrotum fjölgaði á milli mánaða en þar af var mesta fjölgunin á skráðum innbrotum í fyrirtæki og stofnanir. Þá hefur skráðum innbrotum í ökutæki fækkað um rúm 25% á milli mánaða.

Kötturinn Loki teflir við sjálfan sig - Opnar hurðar og sækir dót - Myndband

Guðlaug Svava fékk köttinn Loka til sín árið 2017 þegar hann var aðeins fimm vikna gamall. Móðir hans hafði afneitað honum og systkinum hans.

Eva María átti aldrei von á því að sitja í skýrslutöku sem sakborningur: „Ég viðurkenni að þetta var áfall“

Réttarhöldum yfir Gunnari Jóhanni frestað - Heldur því fram að hann hafi ekki gripið í gikkinn

Arngrímur handtekinn í Namibíu - Starfaði um árabil hjá Samherja

Olga Steinunn lést eftir erfiða baráttu við krabbamein - Safnað fyrir fjölskylduna

Sesselja segir ungbarnadauða varla sjást á Íslandi vegna góðrar þátttöku í bólusetningum barna

Skúli vill að Sveini Andra verði vikið frá sem skiptastjóri þrotabús WOW

Olli bílslysi í Kópavoginum og gekk af vettvangi með opna bjórdós í hönd

Guðlaugur Þór: „Bandalagið hefur engin áform um að vopnavæðast í geimnum“

„Alþýðusamband Íslands hvetur launafólk til að láta í sér heyra gegn spillingu og arðráni!“

Samtök iðnaðarins segja að RÚV eigi að fara eftir lögum - Höfnuðu fundi með samtökunum