Wow var orðið ógjaldfært um mitt ár 2018

WOW var orðið ógjaldfært um mitt ár 2018 eða áður en ráðist var í skuldabréfaútboð til að freista þess að styrkja fjárhag félagsins. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag, byggt á fundi sem skiptastjórar þrotabús WOW héldu á Hótel Nordica.

Einnig er greint frá því að riftunarmál hefur verið höfðað  á hendur Skúla Mogensen þar sem krafist er greiðslu á 108 milljónum króna. Um er að ræða greiðslu sem Títan, félag Skúla, fékk vegna kaupa WOW á félaginu Cargo Express. Greiðslan var innt af hendi þremur mánuðum fyrir gjalddaga, eftir að WOW var komið í mjög mikla greiðsluerfiðleika.

DV fjallar um málið.