Vill að allir hælisleitendur og flóttamenn sem staddir eru á íslandi fái dvalarleyfi strax

Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason birtir stutta hugvekju en tillögu að aðgerð sem hann vill ráðast í strax. Tillaga Hallgríms er eftirfarandi:

„Allir útlendingar, flóttamenn og hælisleitendur sem staddir eru á Íslandi fái dvalarleyfi strax í dag. Með þessu myndi sparast bæði fé og sársauki.“

Segir Hallgrímur að  Útlendingastofnun gæti þá byrjað með autt blað í fyrramálið. Þá væri jafnvel heppilegast að leggja hana niður eða endurmanna hana að fullu. Hallgrímur segir að lokum:

„Landið fengi auk þess innspýtingu af nýju fólki, sannkallaða orkusprautu, og er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís í westri?“