Vilja að ísland dragi umsókn sína um aðild að evrópusambandinu formlega til baka

Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að umsókn um inngöngu Íslands í Evrópusambandið verði formlega dregin til baka. Ísland sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu árið 2009. Þingmennirnir Inga Sæ­land og Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, leggja fram tillöguna.

Í greinargerð sem fylgir tillögunni er sagt að ákveðin óvissa ríki um hver sé staðan sé á umsókn Íslands um formlega inngöngu inn í Evrópusambandið. Segir þar að Evrópusambandið líti svo á að Ísland hafi aldrei formlega dregið umsókn sína um aðild að sambandinu til baka.

Í tilkynningu frá Flokki fólksins kemur fram að flokkurinn vilji tryggja það að komi skýrt fram að Ísland formlega dragi umsókn sína til baka um aðild að Evrópusambandinu.