Vilja að gísli hætti að hlusta á útvarp sögu: „hver hefur beðið þig stöðugt að hlusta?“

Egill Helgason birtir á Eyjunni nokkuð skondið skjáskot. Útvarp saga birti frétt þar sem því var haldið fram að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefði sagt að Íslendingar ættu ekki annarra kosta völ en að sjá Dönum fyrir raforku og hefðu ekkert val í þeim efnum.

Gísli Ásgeirsson sem hefur getið sér got orð sem þýðandi, kennari og er einnig landsþekktur „skrabblari“ benti á undir fréttinni, sem og á Facebook-síðu Útvarps Sögu að þýðing blaðamannsins væri röng. Ekkert í líkingu við það sem kæmi fram í fret Útvarps Sögu væru rétt.

Útvarp Saga svaraði Gísla á þá leið að hann ætti ekki að hlusta á stöðina. Það hefði enginn beðið hann um það. Þau voru eftirfarandi:

„Gísli Ásgeirsson. Hver hefur beðið þig um að hlusta stöðugt á Útvarp Sögu?? Viltu gera okkur þan greiða að hætta því.“

Skilaboðin voru svo fjarlægð svo ekki er vitað hvort að Gísli megi aftur skrúfa frá viðtækinu og hlusta á Línan er laus.

\"\"