Vilja að alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna fjárfestingarleiðar seðlabankans - samherji meðal þeirra sem nýttu sér leiðina

Allir þingmenn Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar hafa sameiginlega lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka hina svokölluðu fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Kjarninn greinir frá þessu.

Í þingsályktunartillögunni er kemur fram að nefndin eigi meðal annars að gera grein fyrir því hvaða einstaklingar eða félög voru skráðir fyrir peningunum sem fluttir voru til landsins og hvaðan fjármagnið sem flutt var til landsins með fjárfestingarleið Seðlabankans allt saman hafi komið. Þá er segir einnig í tillögunni að athuga eigi sérstaklega hvort ríkissjóður hafi orðið af skatttekjum vegna fjárfestingarleiðarinnar.

Nefndin, verði tillagan samþykkt, á að skila niðurstöðum sínum í skýrsluformi svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 1. október 2020. Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Alls eru 17 þingmenn skrifaðir fyrir henni.

Nefndin á sérstaklega að rannsaka hvort peningar sem geymdir voru á aflandseyjum hafi verið færðir til Íslands í gegnum fjárfestingarleiðina með afslætti. Í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi hafi til að mynda komið fram að ekki væri hægt að útiloka að í einhverjum tilvikum hafi ekki verið farið í einu og öllu að ákvæðum fjárfestingarleiðarinnar.

Alls komu um 206 milljarðar króna inn til landsins í gegnum leiðina, en meðal þeirra sem nýttu sér leið Seðlabankans var félag í eigu Samherja sem, samkvæmt Kveik og Stundinni, sá um að greiða mörg hundruð milljónir í mútur til háttsettra embættismanna í Namibíu.