Upplifir þú að maki þinn hlusti ekki á þig - Þetta gæti verið ástæðan

Upplifir þú að maki þinn hlusti ekki á þig - Þetta gæti verið ástæðan

„Ég er að velta því fyrir mér að hætta að drekka. Hvað finnst þér?“

Þögn

„Já og ég veit ekki hvort þú mannst eftir því en mamma á afmæli á morgun. Viltu muna að hringja í hana?“

Þögn

„Ég ætla að sofa hjá besta vini þínum í kvöld.“

„Ha?! Bíddu, hvað?“

Ef þú kannast við samræður sem þessar, þar sem þú hefur þurft að beita svokallaðri „sjokk“ taktík til þess að ná sambandi við makan þinn, þá ert þú ekki sá eini.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Scrivens Hearing Care framkvæmdi í Bretlandi upplifa sjö af hverjum tíu einstaklingum það að maki þeirra hafi svokallaða „valheyrn.“ Könnunin komst líka að því að karlmenn nota slíka tækni oftar en konur.

Það eru líklega flestir sannfærðir um það að makinn sé einfaldlega ekki að nenna að hlusta á sig en samkvæmt könnuninni ættu pör sem glíma við þennan vanda að íhuga heyrnarpróf hjá lækni.

„Flest okkar hafa upplifað „valheyrn,“ annað hvort sem einstaklingurinn sem er sakaður eða einstaklingurinn sem sakar annan,“ sagði Kirran Saimbi heyrnarlæknir og bætti við: „En að öllu gríni slepptu þá gæti „valheyrn“ verið merki um heyrnarskerðingu.“

Nýjast