Um 50 grindhvalir syntu upp í fjöru á vesturlandi: myndband

Tæplega 50 grindhvalir strönduðu í dag á Löngufjörum á Vesturlandi. Samkvæmt frétt RÚV um málið náðu ferðamenn myndskeiði af hvölunum eftir hádegi í dag þar sem þeir lágu allir dauðir í fjörunni. Ferðamennirnir voru í þyrluflugi á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Reykjavík Helicopters. Lögreglan í Stykkishólmi staðfestir við RÚV að þeim hafi borist ábending um atvikið. Á vef RÚV er myndskeið af hvölunum.