Tyrkir segja yfirlýsingu utanríkisráðherra ranga - Sendu beiðni fyrir þremur dögum

Tyrkir segja yfirlýsingu utanríkisráðherra ranga - Sendu beiðni fyrir þremur dögum

Gunnar Tryggvason, ræðismaður Tyrklands á Íslandi, segir að sendiráð Tyrklands í Osló hafi sent beiðni þess efnis um að landslið Tyrkja í Knattspyrnu myndu fá flýtimeðferð á Keflavíkurflugvelli fyrir þremur dögum síðan. Þetta er ekki í samræmi við yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins, en samkvæmt henni átti beiðnin að hafa borist eingöngu nokkrum klukkustundum fyrir komu landsliðsins. 

Samkvæmt Gunnari var beiðnin send 6. júní síðastliðinn og hafi borist staðfesting þess efnis að flýtimeðferð væri í boði fyrir landsliðið. Tyrknesk stjórnvöld hafi svo sent nánari upplýsingar eins og flugnúmer og áætlaðan flugtíma til landamæralögreglunnar um 10 klukkustundum fyrir komi liðsins til landsins. 

Nýjast