Tugir ef ekki hundruð íslendinga til rússlands til að byggja upp þarlendan sjávarútveg

Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, er gestur Jóns G. í kvöld. Þeir ræða meðal annars stórsýninguna í Höllinni í næsta mánuði en þar munu yfir 120 fyrirtæki í sjávarútvegi eða sem þjónusta hann, taka þátt. Áætlað er að yfir 15 þúsund gestir sæki sýninguna en hún er birtingarmynd þeirrar tæknibyltingar sem er í sjávarútvegi - auk þess sem hún styrkir tengsl fyrirtæka og viðskiptavina þeirra.

Í viðtalinu kemur fram að eftir að Rússar settu innflutningsbann á íslenskar sjávarafurðir fyrir nokkrum vegna Úkraíndeilunnar hafa þeir lagt ofuráherslu á að byggja upp sinn eigin landabúnað og sjávarútveg. Íslensk fyrirtæki eru í fremstu röð við að byggja upp tækni tengda sjávarútvegi og segir Ólafur að tugir ef ekki hundruð Íslendinga séu í Rússlandi eða á leið til landsins til að byggja upp þarlendan sjávarútveg - sem aftur muni keppa við Íslendinga á alþjóðlegum mörkuðum.