Þunglyndi læknað með kúamykju

Alþjóðlegt vísindamannateymi hefur komist að raun um að í tiltekinni jarðvegsbakteríu (Myc-obacterium vaccae), sem greindist í kúamykju, sé að finna efni sem m.a. gagnist í meðhöndlun gegn þunglyndi. Frá þessu er greint í Lifandi Vísindi.

Þegar upplausn bakteríunnar var sprautað niður í hálsinn á músum virkjaðist sá hluti heilans sem hefur hvað mest áhrif á virknistig dýranna.

Vísindamenn gera því skóna að bakterían geti haft sömu jákvæðu áhrifin á menn og þar með stytt eða mildað þunglyndistímabil.