Þrír íslendingar smituðust af hættulegum veirusjúkdómi í alicante

Tvær konur og ungur sonur þeirra smituðust á dögunum af hættulegum veirusjúkdómi í Alicante á Spáni. RÚV greinir frá en samkvæmt frétt El País er í fyrsta sinn sem þessi vírus greinist á Spáni en vírusinn kallast Chikungunya. Berst hann með tveimur tegundum af moskítóflugum.

Vírusinn er afar fágætur í Evrópu en nokkuð útbreiddur í Afríku og Asíu. Þá hafa nokkur tilfelli greinst í Frakklandi og á Ítalíu. Eftir að Landlæknisembættið á Íslandi lét kollega á Spáni vita um að Íslendingarnir hefðu smitast af sjúkdómnum var ákveðið að grípa til viðeigandi ráðstafana og það þrátt fyrir að engar tilkynningar hafi borist af fleiri smitum á Spáni.

Þórólf­ur Guðna­son sóttvarnarlæknir segir í samtali við Morgunblaðið:

„Fólkið ætti ekki að verða al­var­lega veikt. Ein­kenni veirunn­ar eru væg­ur hiti, út­brot og vöðva­verk­ir eins og marg­ar veir­ur geta valdið. Í ákveðnum til­fell­um get­ur þetta valdið al­var­legri liðverkjum og í mjög sjald­gæf­um til­fell­um sýk­ingu í tauga­kerfi.“

Þá segir á vef RÚV að þau sem smitast séu ekki meðhöndluð með lyfjum. Ástæðan er einföld, lyf fyrir þennan sjúkdóm hafa ekki verið þróuð og þá er bóluefni ekki til heldur. Meðferð felst í að lina sársauka og bæta líðan hinna smituðu. Þá leiðir veiran sjaldnast til dauða.

Nánar er fjallað um málið á vef Ríkisútvarpsins.