„græddi tæpar 15 milljónir á dag. 616 þúsund á tímann. rúmar 10 þúsund á mínútu. 171 króna á sekúndu“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og stærsti hluthafi Samherja er einn ríkasti Íslendingurinn. Þorsteinn var með ríflega 100 milljónir króna í tekjur í fyrra en þær segja hins vegar lítið um þá ótrúlegu auðsöfnun sem ársreikningur eignarhaldsfélags hans sýnir ár hvert.

Stundin greinir frá því að á síðasta ári hafi Samherji hagnast um 8,7 milljarða króna og var þá með 43 milljarða króna tekjur. Eignarhaldsfélag Þorsteins Steinn ehf. er heldur utanum hlutabréf Þorsteins Más í Samherja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Helgu S. Guðmundsdóttur hagnaðist um tæplega 5,4 milljarða króna í fyrra.

Jón Trausti Reynisson greindi frá frétt Stundarinnar á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir:

„Græddi tæpar 15 milljónir á dag. 616 þúsund á tímann. Rúmar 10 þúsund á mínútu. 171 króna á sekúndu

Gunnar Smári Egilsson foringi sósíalistaflokksins hafði svo þetta að segja um fréttina:

„Nú er klukkan orðin tvö; það merkir að frá miðnætti hefur auður Þorsteins Más aukist um rúmlega 8,6 m.kr. Það eru rúmlega tvö árslaun verkafólks. Þegar klukkan slær tólf í kvöld hefur auður Þorsteins vaxið um 14,8 m.kr. Þá fer hann að sofa en þegar hann vaknar aftur á morgun mun hann græða annað eins. Á einu ári græðir hann álíka mikið af nýtingu auðlinda þjóðarinnar og nemur árslaunum 1420 manns á lágmarkslaunum, fyrir skatta. Og borgar af tekjum sínum lægra hlutfall í skatta en láglaunafólkið. Svona er Ísland í dag.“

Stundin greindi áður frá því að þó svo að enginn arður hafi verið tekin út úr Steini í fyrra þá hafi verið teknar út 394 milljónir til hluthafa með „dulbúnum arðgreiðslum“ árið 2009 þegar félagið keypti sín eigin bréf.