Þórdís: virkir í athugasemdum telja að ég eigi að segja af mér – börnin í bílnum

„Virkir í athugasemdum telja að undir þessum kringumstæðum eigi ráðherrann að segja af sér. Þar kom það. Annars bara hress.“

Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem lenti í árekstri í gær. Fréttablaðið og svo Hringbraut greindu frá því  að Þórdís hafi verið farþegi í bíl sem lenti í árekstri í gær. Í fyrstu taldi Fréttablaðið að ráðherrann hefði verið við stýrið en því var svo breytt. Fréttablaðið vitnaði í ummæli Þórdísar á Facebook. Þar sagði Þórdís Kolbrún:

„Við keyrðum aftan á bíl áðan. Út af vitleysingi í umferðinni. Í órétti auðvitað. Á leið í fríið á morgun. Ákveðin moodkiller. En þú veist nú má fríið koma fyrir mér. Þetta er bara eitt líf osona.“

Urðu margir til að gagnrýna Þórdísi eftir frétt Fréttablaðsins og þá helst fyrir að tala um vitleysing í umferðinni. Atli Þór Fanndal, blaðamaður, sagði meðal annars í athugasemd undir fréttinni: „Bara á Íslandi monta ráðherrar sig nánast af því að keyra aftan á fólk. Vera í órétti og kenna öðrum um. Ofeldi íslenskra stjórnmálamanna á sér engan líkan í heiminum.“ Hann bætti síðar við eftir að Hringbraut hafði vakið athygli á ummælum hans: „Þetta ætti að vera fíflalæti yfir því hvað íslensk stjórnmál eru sveitó en ekki skot á ráðherrann sem slíka. Mont var ég að fíflast. Dettur ekki í hug að um mont hafi verið að ræða.“

Þórdís Kolbrún sá sig knúna til að tjá sig eftir frétt Fréttablaðsins og svo Hringbrautar. Þar segir Þórdís Kolbrún

„Ég skrifaði athugasemd undir lokaðri færslu hjá félaga mínum í gær af því einhver bakkaði á hann. Við vorum að keyra úr sundi í gær, ég var sem sagt ekki að keyra, ólíkt því sem einhverjir vefmiðlar halda fram en náðum ekki að bremsa þegar röð bíla hægði snögglega á sér af því einhver hætti við að fara inn á stofnbraut.“

Það er í lagi með okkur öll en börnin voru í bílnum og engu munaði að næsti bíll á eftir okkur endaði aftan á okkur. Virkir í athugasemdum telja að undir þessum kringumstæðum eigi ráðherrann að segja af sér. Þar kom það. Annars bara hress.“