Þetta eru hættulegustu dýr norðurlanda: finnast líka á íslandi – svona þarft þú að bregðast við

Líklega myndu flestir telja að úlfar og birnir séu hættulegustu dýrin á Norðurlöndunum. Sú er þó ekki raunin því örsmá kvikindi eru mun hættulegri. Skógarmítlar dreifa banvænum sjúkdómum og nú hefur áður óþekkt baktería í þeim vakið miklar áhyggjur. Örveran skilur engin spor eftir sig og erfitt er að ráða niðurlögum hennar. En vísindamenn eru tilbúnir með ný vopn. Þetta kemur fram í Lifandi vísindi.

Sérfræðingar eru á einu máli – hvorki birnir, úlfar eða elgar eru hættulegustu dýrin í skandinavísku skógunum. Skæðasta skepnan er agnrsmátt kvikindi á stærð við títuprjónshaus. Meðan úlfar og birnir ráðast sjaldan eða aldrei á menn á Norðurlöndum geta þessar litlu blóðsugur státað af meira en 200.000 árásum á ári hverju – árásum sem í mörgum tilvikum leiða af sér alvarlega sjúkdóma.

Þrátt fyrir litla stærð ber þessi litli mítill fjöldann allan af hættulegum bakteríum og veirum sem geta valdið bæði óþægindum og sjúkdómum í mönnum, s.s. hita, bólgum, höfuðverk og jafnvel lömun. Ný bakteríutegund hefur meira að segja lært að fela sig svo vel í líkama manna að læknar geta ekki fundið hana.

\"\"

Ný Borrelia líklega komin frá BNA

Sú örvera sem mítlar smita oftast menn með nefnist Borrelia burgdorferi og orsakar svokallaða borrelíósu eða Lyme-sjúkdóm. Dæmigerð einkenni sýkingar eru rauð útbrot eða húðroði umhverfis bitstaðinn og fórnarlambið finnur innan tíðar fyrir höfuðverk, beinverkjum og þreytu. Síðar ágerast vöðva- og liðaverkir sem geta verið afar þrálátir. Sé sjúkdómurinn ekki meðhöndlaður getur hann þróast út í taugasjúkdóminn borrelíósu. Á því stigi hefur bakterían framleitt svo mikið eitur að taugarnar skaddast sem getur lýst sér í stífum hnakka og jafnvel með lömun í andliti.

Uppgötvi læknar bakteríuna í tæka tíð má jafnan beita sýklalyfjum með góðum árangri. Það er því mikilvægt að leita strax til læknis leiki grunur á biti. Þá er mikilvægt að fjarlægja mítilinn af líkamanum innan 24 klukkutíma.

Þess er vænst að mítlar muni fjölga sér enn meira í framtíðinni, bæði vegna meiri raka og mildara veðurfars og eins þar sem skógarhögg leiðir til kjöraðstæðna fyrir mítlana.

Vopn mítlanna

1. Munnvökvi mítilsins inniheldur sérstök efni sem er sprautað í fórn-arlambið. Efnin draga úr kláða og verkjum á bitstaðnum þannig að fórnarlambið uppgötvar ekki óværuna.

2. Mítillinn býr yfir mörgum efnum sem draga úr blóð-storknun. Efnin hindra því m.a. sárið í að lokast eins og venjulega. Blóð fórnarlambsins storknar ekki og mítillinn getur sogið í drjúgan tíma.

3. Efni í munnvökvan-um draga úr virkni ónæmiskerfisins. Efnin koma m.a. í veg fyrir að hermenn og ruslakarl-ar ónæmiskerfisins verði varaðir við. Fyrir vikið eiga bakteríurnar auðveldara með að búa um sig í fórn-arlambinu.

4. Tiltekin efni í munn-vökva mítla víkka út háræðarnar og hamla því að þær dragist saman eins og venjan er þegar sár gróa. Bitsárið helst því opið og því gefst lengri tími fyrir bakteríur og veirur að taka sér bólfestu.

\"\"

Bestu aðstæður til að bíta:

LÍKAMSLYKT: Skógarmítlar bregðast bæði við hita, lykt og hreyfingu. Líkamslykt og varmageislun frá líkama vísar mítlinum á bráðina sem mítillinn síðan festir sig við.

RAKT VEÐUR: Mítlar fjölga sér hrað-ast í hlýju og röku um-hverfi, t.d. í skógum og á votum engjum. Því liggja mun fleiri mítlar í leyn-um í mýrum heldur en á melum.

HÁTT GRAS: Skógarmítlar bíða gjarnan á skuggsælum stöðum – t.d. á neðan-verðu hnéháu grasi og láta sig síðan detta niður á fórnarlambið.

SJALDGÆFIR OG LÍTT SKAÐLEGIR MÍTLASJÚKDÓMAR

BABESIA Skógarmítlar geta smitað með Babesia-malaríulíkum snýkli sem ræðst inn í og eyði-leggur rauð blóðkorn. Sérfræðingar vita ekki hversu útbreiddar slíkar sýkingar eru í mönn-um á Norðurlöndum en þær eru algengar hjá hundum og búfénaði.

RICKETTSIA HELVETICA Mítlar geta smitað menn með örveru sem nefnist Rickettsia helvetica. Bakterían veldur hæggengum sjúkdómi sem magnast yfir langan tíma og sjúklingar geta dáið skyndi-lega úr hjartatruflunum.

BARTONELLA HENSELAE Bakterían berst með mítlum í ketti sem síð-an geta smitað menn með klóri eða biti. Sjúkdómurinn getur valdið alvarlegum sjúk-leika, m.a. heilahimnubólgu, bólgum í milta og sýkingum í hjartalokum.

NEOEHRLICHIA MIKURENSIS. Baktería þessi er tiltölulega nýuppgötvuð og finnst í mítlum á öllum Norðurlöndum. Bakterían orsakar einkenni sem líkjast inflúensu og um helmingur allra smitaðra fá blóðtappa.

HRÆÐILEGIR MÍTLASJÚKDÓMAR

BORRELIOSE: Fimm tegundir af Borrelia-bakteríum orsaka sjúkdóma í mönnum. Smit má greina sem rauðleit útbrot um-hverfis bitstaðinn sem koma fram á 3 – 4 vikum. Ný tegund – Borrelia miyamotoi – veldur þó engum útbrotum. 10 – 15% smitaðra fá sýkingu í taugakerfið sem getur leitt til lömunar, m.a. í andlitið. Það má ráða niðurlögum bakteríunnar með sýklalyfjum.

TBETBE: er veira sem getur skaðað miðtauga-kerfið. Í 1 – 2% smitaðra reynist þó sjúk-dómurinn banvænn. TBE fyrirfinnst á öllum Norðurlöndum, en er útbreiddastur í Svíþjóð. Um þriðjungur smitaðra verður alvarlega veikur vegna sýkinga í heila, þriðjungur fær inflúensueinkenni meðan þriðjungur finnur ekki fyrir neinu. Til eru bóluefni gegn TBE.

\"\"

SATT EÐA LOGIÐ UM MÍTLA

LOGIÐ: Munnlimirnir geta þó orsakað staðbundna sýk-ingu í bitsárum. Því er mikilvægt að ná öllum mítlinum út með tönginni.

SATT: Mítlar bregðast við lykt, koltvísýringi í útöndun og líkamshita. Úr hvaða fjarlægð mítlar geta fundið lyktina ræðst m.a. af hve sterk líkamslyktin er.

LOGIÐ: Mítlar geta hvorki stokkið né flogið heldur láta sig jafnan falla niður á fórnarlömb sín.

SATT: Eftir að ný tegund af Borrelia fannst sem orsakar engin útbrot nægir ekki að leita einvörðungu eftir útbrotum.

Birt í samstarfi við Lifandi vísindi - Fleiri greinar hér.