„þeir töluðu ekki einu sinni við ömmu“

Tryggvi Rúnar Brynjarsson dóttursonur Tryggva Rúnars Leifssonar heitins, eins dómþolenda í Guðmundar og Geirfinnsmálinu, er harðorður í garð stjórnvalda í viðtali við Lindu Blöndal í 21 í kvöld og segist hafa misst trú á stjórnvöldum um að bæta afa sínum það sem hann þurfti að þola.  

Tryggvi Rúnar eldri lést af krabbameini 1. maí 2009 en Tryggvi yngri ólst að miklu leyti upp hjá honum og ömmu sinni.

Fyrir helgi kom í ljós að bótakrafa eins sakborninganna. Guðjóns Skarphéðinssonar á hendur ríkinu var hafnað alfarið og Guðjón líka dæmdur að greiða málskostnað vegna kröfunnar. Hún hljóðaði upp á 1,3 milljarð króna. Um þetta segir Tryggvi Rúnar: „Það er margt í þessari sögu sem er stuðandi og erfitt og maður svona hefur svo sem vanist ýmsu af hálfu stjórnvalda og ríkisins en þetta var svo rosalega grimmt og mikil skömm þolandans og alger afneitun á því sem átti sér stað“.

Hann segir í samtalinu að hann hafi haldið að mótspyrnan gagnvart málinu væri hjá dómstólum og stjórnsýslunni eins og áður en hafi nú komist að því að hún sé líka í pólitíkinni og hjá stjórn landsins. Vonbrigðin séu mikil útaf niðurstöðu ríkislögmanns gagnvart Guðjóni:

„Og að sjá fulltrúa ríkisstjórnarinn halda þessum málflutningi, það var ömurlegt“, segir Tryggi Rúnar.

Í fyrrahaust þegar sýknudómurinn féll var Tryggvi bjartsýnn á framhaldið: „Ég fagnaði því að málið okkar væri komið frá  hæstarétti og dómsvaldinu og yfir á borð framkvæmdavaldins. Hæstirréttur sem stofnun og ríkissaksóknari sem stofnun, það er meiri vörn og mótspyrna upplifir maður. Ég hélt einhvern vegin að ríkisstjórnin væri ekki alveg þarna“. 

Tryggvi Rúnar sem er ungur sagnfræðingur og kennari segir engan hafa talað við fjölskylduna þegar sáttanefndin tók við stuttu eftir sýknu fimmmenninga í fyrrahaust og algerlega brugðist vonum fjölskyldunnar sem var bjartsýn á framhaldið.

Sáttanefndin hætti störfum 1. júlí síðastliðinn án niðurstöðu

Fjölskylda Tryggva Rúnars hefur lagt fram bótakröfu til setts ríkislögmanns sem ekki var gerti á tíma sáttanefndarinnar.

„Eins og ég sá sáttanefndina í upphafi  þá fannst mér hún gefa til kynna að það yrðu nokkrar samræður við okkur“, segir Tryggvi og að fjölskyldan hafi haldið að hún gæti komið fyrir sáttanefndina með reynslu sína og talað yrði við til dæmis eftirlifandi konu Tryggva, ömmu Tryggva Rúnars yngri. Það hafi ekki orðið.

„Að við fjölskyldan værum í því ferli að ákveða hvað skyldi skoða. Hvað skipti máli við útreikning bóta útaf hörmulegri reynslu af ákærisvaldi, lögreglu, dómstólum og ríkinu“. Enn fremur segir Tryggvi Rúnar: „Við héldum í marga mánuði að við hefðum tilefni til að trúa því að okkar tillögur til dæmis það sem ég fann úr sjúkra og atvinnusögu afa míns, að leggja fram einhver svona gögn, að það yrði samtal og einhvers konar heildræn nálgun á orsakir og afleiðingar þess að vera ranglega fangelsaður og líða það sem afi minn þurfti að líða“.

„Þetta var eins fjarri því og hugsast gæti“, segir Tryggvi Rúnar um þess sem hann vænti um störf sáttanefndarinnar og segir ekkert vita um hvað lagt var upp með fyrir nefndina í byrjun að vinna eftir.

Nefndin hafði til umráða í upphafi 400 milljónir sem svo voru hækkaðar í  600 milljónir og átti að skiptast til allra fimm brotaþota sem voru sýknaðir eftir þeim dögum sem þeir sátu í gæsluvarðhaldi og fangelsi síðar.  

 Mér finnst svo fjarstæðukennt að hugsa þetta þannig eða ríkisstjórnin gera það um þetta mál. Reynsla þessara manna er svo rosalega misjöfn í einangrun og fyrir dómi og svo hvar þeir voru fangelsaðir.

Mér hefði fundist fullkomlega eðlilegt að fara ofaní saumana á því öllu

Hann segir líka að sáttanefndin hefði að sínu mati átt að tala við fjölskylduna, ömmu sína, eiginkonu Tryggva Rúnars heitins og fleiri til að meta skaðann. „Ég hefði viljað sjá viðtöl við fjölskyldumeðlimi. Ég hefði viljað sjá viðtöl við ömmu mína og sérfræðinga og geðlækna“.

Tryggvi Rúnar Brynjarsson var alinn upp að stórum hluta hjá afa sínum og nafna og ömmu og voru þeir miklir mátar. Tryggvi Rúnar náði þó ekki að ræða lífsreynslu afa síns við hann þar sem afi hans var orðin mjög veikur af krabbameini þegar Tryggvi yngri hafði loks vit á að geta spurt hann útúr. \"Ég hef þó dagbækurnar\", segir Tryggvi við Lindu Blöndal í 21 í kvöld.

Tryggvi Rúnar Leifsson hlaut þrettán ára fangelsisdóm fyrir aðild sína í málinu árið 1980 og fékk. Tryggvi Rúnar yngri skrifaði meistararitgerð sína um sakamálið og þá sérstaklega um afa sinn í því. 

Endurupptaka málsins hófst með því að dagbók afa Tryggva úr fangelsinu var send Gísla Guðjónssyni réttargeðlækni sem taldi sannað að í málinu hefðu sakborningar farið með falskar játningar.  Fjölskyldan krafðist endurupptekningar sem varð úr og í kjölfarið voru fimm í málinu sýknaðir af því að hafa banað mönnunum tveimur á áttunda áratug síðustu aldar.