Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Samkvæmt nýjustu könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka mælist Sjálfstæðisflokkurinn sem fyrr með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi, eða 22,1 prósent. Fylgi flokksins eykst þannig lítillega frá síðustu könnun MMR undir lok maímánaðar. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um rúm fimm prósentustig og mælist nú 40,2 prósent, en var 45,5 prósent í síðustu mælingu.

Næst á eftir Sjálfstæðisflokknum koma Samfylkingin með 14,4 prósent fylgi, sem er aukning um tæp tvö prósentustig frá síðustu könnun, og Píratar, sem eru einnig með 14,4 prósent fylgi og bæta þannig lítillega við sig. Fylgi Vinstri grænna féll um tæp þrjú prósentustig milli mælinga og mældist 11,3 prósent.

Samantekt á fylgi stjórnmálaflokka er eftirfarandi:

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,1 prósent og mældist 21,5 prósent í síðustu könnun

Fylgi Pírata mældist nú 14,4 prósent og mældist 14,0 prósent í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,4 prósent og mældist 12,5 prósent í síðustu könnun

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,3 prósent og mældist 14,1 prósent í síðustu könnun..

Fylgi Miðflokksins mældist nú 10,6 prósent og mældist 10,8 prósent í síðustu könnnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,5 prósent og mældist 8,3 prósent í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 7,7 prósent og mældist 9,7 prósent í síðustu könnun.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,4 prósent og mældist 3,4 prósent í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,2 prósent og mældist 4,2 prósent í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist 1,3 prósent samanlagt.

Nýjast