Sögð niðurlægja fólk án dóms og laga: vé­fengir of­beldið sem þór­dís elva varð fyrir

Um 100 konur sendu yfirlýsingu á Fréttablaðið þar sem þær saka leikkonuna Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur um skaðlega orðræðu þegar kemur að kynferðisbrotum í grein sem hún birti í Fréttablaðinu. Í greininni segir:

 „Ef Steinunn Ó­lína telur það vera keppni í of­beldi að niður­lægja fólk án dóms og laga er hún sigur­vegari í þeirri keppni með þessari grein.“

Þá segir á vef Fréttablaðsins að konurnar sem standa að baki greininni séu allar annað hvort brotaþolar eða aðstandendur kynferðisofbeldis og vinna sumar með þolendum til að aðstoða við að vinna úr afleiðingum kynferðisbrota.

Í pistli Steinunnar tjáði hún sig um dóma Freyju og Haraldsdóttur og Atla Rafns Sigurðssonar um leið og hún gagnrýndi Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur harðlega. Sagði hún Þórdísi vera „sjálf­skipaðan leið­toga fórnar­lamba.“ Í yfirlýsingu kvennanna segir:

„Við undir­ritaðar viljum bregðast við þessum um­mælum þar sem greinin lýsir afar skað­legri orð­ræðu gagn­vart brota­þolum kyn­ferðis­of­beldis al­mennt þó að ein manneskja, Þór­dís Elva Þor­valds­dóttir, sé tekin fyrir í greininni, sem “sjálf­skipaður leið­togi brota­þola kyn­ferðis­of­beldis”. Orð­ræða sem þessi sendir al­var­leg skila­boð út í sam­fé­lagið og hefur að engu trú­verðug­leika brota­þola kyn­ferðis­of­beldis.“

Þá segir á vef Fréttablaðsins:

Konurnar furða sig á því að þrátt fyrir að gerandi Þór­dísar sé einn af þeim fáu sem hafi játað að hafa beitt kyn­ferðis­of­beldi ræði Steinunn um „meintan geranda“ í pistli sínum. „Steinunn Ó­lína bætir um betur og segir brota­þola hafa “sagst” hafa orðið fyrir nauðgun, með það að mark­miði að vé­fengja það of­beldi sem Þór­dís Elva varð fyrir.““

Hér má lesa umfjöllun Fréttablaðsins í heild sinni.