Soffía dröfn er frjáls: „eitt ár á milli mynda“ – „lamin, rotuð, kýld og rökkuð niður“ – þakklát fyrir að vera á lífi

„Ég hef fengið mikinn styrk með því að stíga fram og finn fyrir miklu þakklæti,“ segir ung kona, Soffía Dröfn Snæbjörnsdóttir í samtali við Hringbraut. Hún ákvað að taka stórt skref og opnar sig á hetjulegan og einlægan hátt um afleiðingar heimilisofbeldis. Á myndinni fylgir fréttinni er ár á milli myndanna. Það sést að afleiðingar heimilisofbeldis eru gríðarlegar, alvarlegar og getur tekið áratugi að losna við eftirköstin, þá hefur heimilisofbeldi gríðarleg áhrif einnig á börn. Soffía stígur fram einnig í þeirri von til að styðja og styrkja aðra sem eiga svipaða reynslu að baki.

Soffía kveðst með því að opna sig vilja berjast gegn heimilisofbeldi. Hún segir:

„Það er ekki auðvelt að koma fram og segja sögu sína en það sem ég vona er að þær stelpur eða konur sem eru í ofbeldissamböndum geti horft á mig blómstra í lífinu eftir að hafa verið beitt andlegu, líkamlegu og kynferðisofbeldi og einnig heimilisofbeldi!

Soffía heldur áfram og segir að eitt ár sé á milli myndanna. „Fokk ofbeldi,“ segir hún og bætir við:  

„Að geta komið heim til sín í dag einu ári síðar og finna fyrir ró, að geta tekið pláss í lífinu, vera fyrirmynd, að þurfa ekki að þjóna neinum, að enginn segi manni að maður sé ömurleg manneskja og að geta sofið vært á nóttunni með barnið sitt sem upplifir ekkert nema gleði!“

Soffía fékk aðstoð hjá Stígamótum og fjölskyldu. Hún segir að án þeirra væri hún ekki á lífi. Hún hafi sokkið í djúpt þunglyndi og grátið sig í svefn í tæp tvö ár, eftir að hafa verið brotin niður daglega. Soffía segir:

„Í dag er ég frjáls og óska ég engum að þurfa verða fyrir svona ofbeldi! Að vera ekki lamin, rotuð, kýld, rökkuð niður daglega er svo mikill léttir. Ég er þakklát fyrir líf mitt í dag og þakka öllum fyrir stuðninginn. Ég er jákvæð og lífið mitt er orðið svo fallegt í dag en mikil sjálfsvinna með fagfólki tekur við.“

\"\"

Þolendur heimilisofbeldis geta leitað sér aðstoðar hjá eftirtöldum aðilum:

Á höfuðborgarsvæðinu:

Kvennaathvarfið – sími: 561-3720 Neyðarnúmer allan sólarhringinn: 561-1205 Netfang: [email protected] Stígamót – sími: 562-6868 / 800-6868 Netfang: [email protected]

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis Landspítalanum 543 1000 – Aðalskiptiborð LSH 543 2000 – Afgreiðsla bráðamóttöku LSH 543 2094 – Neyðarmóttaka á dagvinnutíma 543 2085 – Áfallamiðstöð LSH Kristínarhús – Sími: 546 3000 Netfang: [email protected] Kvennaráðgjöfin – Sími: 552-1500 Karlar til ábyrgðar – Sími : 555-3020 Drekaslóð – Símanúmer: 551 – 5511 / 860-3358

Landsbyggðin:

Aflið, systursamtök Stígamóta á Akureyri – Símanúmer: 461 5959 / 857 5959 Sólstafir, systursamtök Stígamóta á Ísafirði – Sími: 846-7484