Sláandi niðurstöður: 80 prósent þingkvenna orðið fyrir ofbeldi

Ný rannsókn sem gerð var á meðan kvenna sem starfa á þingi eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi sýnir sláandi niðurstöður. Um 80 prósent hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Rannsóknin var gerð í maí og svöruðu 33 konur. Svarhlutfall var 76 prósent en en niðurstöðurnar eru birtar í nýrri bók dr. Hauks Arnþórssonar sem kemur út í dag.

Í Fréttablaðinu segir að 80 prósent kvennanna hefðu orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi.

Fjallað er nánar um niðurstöðuna á vef Fréttablaðsins.