Skuldir wow ekki ástæða brotthvarfs

Stjórnarformaður Isavía segir að skuldir WOW air við Isavia séu ekki ástæða þess að Björn Óli Hauksson forstjóri sé hættur. Tilkynnt var í gærkvöld að Björn Óli væri hættur og að hann léti nú þegar af störfum. Haft er eftir honum í tilkynningu að einstakt hafi verið að fá að taka þátt í uppbyggingu Isavia og að nú sé góður tími fyrir nýtt fólk að taka við keflinu. Þau Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri og Sveinbjörn Indriðason framkvæmdastjóri fjármálasviðs munu annast daglegan rekstur félagsins. Ráðningarmál nýs forstjóra verða á dagskrá stjórnarfundar í næstu viku.  Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar segir ennfremur:

 

Orri Hauksson stjórnarformaður Isavia var kjörinn nýr inn í stjórnina á síðasta aðalfundi. Hann segir að brotthvarf Björns Óla tengist ekki skuldum WOW við Isavia. Þetta hafi verið samkomulag milli stjórnarinnar og hans. Enginn starfslokasamningur hafi verið gerður við Björn Óla heldur farið eftir ráðningarsamningi hans. Trúnaður er um efni hans. Laun Björns Óla voru um 2,1 milljón króna á mánuði.

Nánar er fjallað um málið á RÚV.