Sjálfstæðisflokkurinn með aðeins 19,1 prósent fylgi – fylgi pírata minnkar um þrjú prósent

Samkvæmt nýrri könnun MMR mælist Sjálfstæðisflokkurinn áfram með 19,1 prósent fylgi, sem er óbreytt frá síðustu mælingu í júlí. Fylgið er, þrátt fyrir að vera í sögulegu lágmarki hjá flokknum, það mesta sem mælist á meðal stjórnmálaflokka á Alþingi.

Næst á eftir Sjálfstæðisflokknum kemur Samfylkingin með 16,8 prósent fylgi, en það er rúmlega fjögurra prósentustiga aukning frá síðustu mælingum. Þá minnkaði fylgi Pírata um tæp þrjú prósentustig milli mælinga og mældist nú 11,3 prósent.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 38,8 prósent, samanborið við 40,3 prósent í síðustu könnun.

Fylgi allra flokka er sem hér segir:

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 19,1 prósent og mældist 19,1 prósent í síðustu könnun. 

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 16,8 prósent og mældist 12,4 prósent í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,0 prósent og mældist 12,4 prósent í síðustu könnnun.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,5 prósent og mældist 12,5 prósent í síðustu könnun.

Fylgi Pírata mældist nú 11,3 prósent og mældist 14,1 prósent í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,4 prósent og mældist 8,3 prósent í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,3 prósent og mældist 9,9 prósent í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,1 prósent og mældist 6,8 prósent í síðustu könnun.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 2,9 prósent og mældist 3,4 prósent í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist 1,6 prósent samanlagt.