Sjáðu vottorðið: er útlendingastofnun að segja satt? - þetta sagði íslenskur læknir

Útlendingastofnun sendi frá sér yfirlýsingu í hádeginu sem Hringbraut hefur undir höndum. Var það vegna albanskrar fjölskyldu sem var send úr landi í morgun, en móðirin er gengin 35 vikur og fimm daga. Hefur Útlendingastofnun verið harðlega gagnrýnd vegna málsins. Útleningastofnun segir að heilsu hennar hafi ekki verið stefnt í hættu en í vottorði, gefið út af íslenskum lækni, segir að konan ætti erfitt með langt flug. Ekki var tekið neitt mark á þeirri aðvörun.

Í yfirlýsingu Útlendingastofnunar segir orðrétt:

Ef vott­orð liggur fyrir um að flutningur ein­stak­lings úr landi muni stefna öryggi hans í hættu þá er flutningi frestað þangað til á­standið breytist [...]

„Við­komandi leitaði sjálf til læknis á kvenna­deild Land­spítalans þar sem gefið var út annað vott­orð og stoð­deild fékk af­rit af. Í því vott­orði kom ekkert fram um að flutningur við­komandi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu og því var fyrir­huguðum flutningi ekki frestað.“

Það er því afar athyglisvert að skoða vottorð konunnar en þar segir:

Til þess er málið varðar

„Það vottast hér með að .... er ófrísk og gengin 35 vikur og 5 daga. Hún er slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“

Þá hafa No Borders birt annað bréf sem sýnir að konan átti tíma hjá mæðravernd í dag.

\"\"