Sigurgeir ósáttur við helga og sigmar: skömm, samsæri og spilling rúv og seðlabankans

Sig­ur­geir B. Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar hf, segir að gögn sem hafi birst und­an­farna daga staðfesti grun um sam­an­súrrað sam­ráð og sam­skipti Kast­ljóss RÚV og Seðlabanka Íslands í aðdrag­anda inn­rás­ar í höfuðstöðvar Sam­herja og við gerð maka­lausra Kast­ljósþátta í lok mars og byrj­un apríl 2012. Þetta segir Sigurgeir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Sigurgeir skrifar:

„Í Kast­ljósþætti 2. apríl 2012 fékk ég tæki­færi til að bera af Vinnslu­stöðinni sak­ir og sagði síðan:

„Þetta vek­ur mér spurn­ing­ar um vinnu­brögð Kast­ljóss. Það vek­ur mér líka spurn­ing­ar um tíma­setn­ingu Kast­ljóss. Sam­herji dag­inn áður, strax í fram­lagn­ingu fisk­veiðistjórn­ar­frum­varps­ins. Við dag­inn eft­ir... Það sem er óhreint og stend­ur eft­ir er aðdrag­and­inn og rann­sókn á aðdrag­anda um­fjöll­un­ar Kast­ljóss og tíma­setn­ing­in í tengsl­um við fram­lagn­ingu fisk­veiðistjórn­ar­frum­varps­ins.

Af þessu til­efni leyfi ég mér að leggja fyr­ir Helga Selj­an og Sig­mar Guðmunds­son, ábyrgðar­menn um­fjöll­un­ar Kast­ljóss, ein­falda spurn­ingu: Standið þið enn við yf­ir­lýs­ingu sem þið birtuð á sín­um tíma og hljóðaði svo: „Vegna orða fram­kvæmda­stjóra Vinnslu­stöðvar­inn­ar vill Kast­ljós taka fram að þátt­ur­inn stend­ur í einu og öllu við um­fjöll­un sína“?

Nú kem­ur nefni­lega á dag­inn að tölvupóstar gengu linnu­lítið milli gjald­eyris­eft­ir­lits Seðlabank­ans og RÚV. Póst­ur var til dæm­is send­ur frá RÚV dag­inn fyr­ir inn­rás­ina í Sam­herja og með hon­um upp­kast að frétt um vænt­an­leg­ar aðgerðir – til birt­ing­ar að aðgerðum lokn­um!

Vinnslu­stöðin tek­in fyr­ir sem dæmi um sam­særi

Í Kast­ljóss­erí­unni var Vinnslu­stöðin tek­in fyr­ir sem dæmi um sam­særi ís­lenskra út­vegs­manna gegn ís­lensku sam­fé­lagi.

Sam­vinna Kast­ljóss RÚV og Seðlabank­ans leiddi til rann­sókn­ar bank­ans á til­tek­inni starf­semi Vinnslu­stöðvar­inn­ar, án vitn­eskju fyr­ir­tæk­is­ins. Seðlabank­inn kærði Vinnslu­stöðina í fram­hald­inu til efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, sem fór yfir málið og fann ekk­ert at­huga­vert. Þá loks­ins lagði Seðlabank­inn niður skottið og aft­ur­kallaði kær­una.

Höfðu rétt­ar­stöðu grunaðra án þess að vita það

Í þessu ferli höfðu stjórn­ar­menn og fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar rétt­ar­stöðu grunaðra í þrjú ár án þess að hafa hug­mynd um það sjálf­ir! Á sama tíma veitti Vinnslu­stöðin gjald­eyris­eft­ir­liti Seðlabank­ans all­ar upp­lýs­ing­ar um viðskipta­færsl­ur og annað sem óskað var eft­ir. „Glæp­ur­inn“ fannst aldrei, enda ekki til nema sem hug­ar­fóst­ur Kast­ljóss og gjald­eyris­eft­ir­lits­ins sjálfs.

Vinnslu­stöðin fékk ekki staðfesta vitn­eskju um það fyrr en löngu síðar að Seðlabank­inn hefði all­an tím­ann leikið tveim­ur skjöld­um gagn­vart fyr­ir­tæk­inu.

At­b­urðarás­in sem hér er lýst er hvorki atriði úr bíó­mynd né skálduð lýs­ing á stjórn­ar­hátt­um í ein­hverju banana­lýðveldi sem Íslend­ing­ar kenna sig helst ekki við. Þetta er birt­ing­ar­mynd sam­sær­is og spill­ing­ar með sjálft Rík­is­út­varpið og sjálf­an Seðlabank­ann í aðal­hlut­verk­um, vænt­an­lega með vitn­eskju og velþókn­un for­ystu­manna rík­is­stjórn­ar lands­ins á sín­um tíma.

Sér­lega áhuga­vert er að formaður Blaðamanna­fé­lags­ins skuli nú veita fram­ferði Kast­ljóss heil­brigðis­vott­orð sem nauðsyn­legu „aðhalds­hlut­verki“ og „heim­ild­ar­vernd“ til að sinna skyld­um sín­um sem fjöl­miðli í lýðræðis­sam­fé­lagi. Helg­ar þá til­gang­ur­inn meðalið? Hvernig gagn­ast það lýðræði að Kast­ljós beri á borð dylgj­ur og ósann­indi um lög­brot fyr­ir­tækja og láti þar við sitja?

Kast­ljós RÚV fór með fals­frétt­ir og stærði sig meira að segja af því að vera ger­andi í „rann­sókn“ á meint­um lög­brot­um. Ekk­ert stend­ur nú eft­ir nema skömm RÚV og Seðlabank­ans. Kast­ljós hef­ur enga til­b­urði sýnt til að segja frá því sem sann­ara reynd­ist og því síður biðjast vel­v­irðing­ar á vinnu­brögðum sín­um.

Við get­um þrátt fyr­ir allt prísað okk­ur sæl yfir því að lög­regla og dóm­stól­ar stóðu í lapp­irn­ar. Þökk sé líka for­sæt­is­ráðherra og nýj­um seðlabanka­stjóra fyr­ir að láta ekki fyrri seðlabanka­stjóra kom­ast upp með að leyna upp­lýs­ing­um um skandal­inn. Sér­stak­lega ber að þakka að jafn­framt því sem for­sæt­is­ráðherra vísaði mál­inu til lög­reglu voru op­in­beruð skjöl sem staðfesta sam­eig­in­lega og grófa mis­beit­ingu valds í Efsta­leiti og við Kalkofns­veg.