Ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins væri réttnefni – hvar eru vg og framsóknarflokkurinn?

Þriðjungi færri stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fyrir á Alþingi í ár en á sama tíma í fyrra. Frá þessu var greint frá í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar kom einnig fram að ráðherrar hafa aðeins mælt fyrir þriðjungi þeirra mála sem ætti að vera búið að leggja fram sé tekið mið af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Er þetta skýrt með álagi í ráðuneytum.

Þar kom einnig fram að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram lang flest frumvörp eða sjö af tuttugu. Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins rýndi í fréttina og er hans niðurstaða að réttnefni ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Vg og Framsóknarflokksins væri í raun ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Smári segir:

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins væri réttnefni:

Frumvörp sem lögð hafa verið fram eftir flokkum ráðherra:

VG: 1 – 5%
Framsókn: 3 –15%
Sjálfstæðisflokkur: 16 – 80%

Frumvörp sem til stendur að leggja fram eftir flokkum ráðherra:

VG: 5 – 12,5%
Framsókn: 9 – 22,5%
Sjálfstæðisflokkur: 26 – 65%

Samtals áætluð og framlögð frumvörp eftir flokkum:

VG: 6 – 10%
Framsókn: 12 – 20%
Sjálfstæðisflokkur: 42 – 70%“

Þá fer Eyjan ítarlega í saumana á þingmálaskránni og hverju hafi verið komið í verk. Þar tróna þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins á toppnum:

  1. Bjarni Benediktsson – Fjármála- og efnahagsráðherra – 7/22
  2. Þórdís Kolbrún, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra – 4/7
  3. Áslaug Arna dómsmálaráðherra – 3/7

Hér má lesa úttekt Eyjunnar í heild sinni.