Ríkið verður af um 10 milljörðum króna á ári vegna skattaskjóla - stærstur hluti peningana fara til lúxemborgar

Íslenska ríkið sér á eftir um 15 prósentum af skatttekjum sínum frá fyrirtækjum hér á landi í skattaskjól. Rennur stærstur hluti peningana til Lúxemborgar. Þessu er greint frá í nýrri alþjóðlegri rannsókn sem gerð var á vegum Kaupmannahafnarháskóla, Kaliforníuháskóla og Berkeley, en hún er fyrstar sinnar tegundar í heiminum. RÚV greinir frá þessu
 
Vísindamenn við háskólanna hafa þróað gagnagrunn til að áætla þær fjárhæðir sem alþjóðafyrirtæki flytja úr heimalöndum sínum í svokölluð skattaskjól. Samkvæmt rannsókninni eru um 40 prósent af öllum hagnaði alþjóðafyrirtækja flutt í skattaskjól á ári hverju. Árið 2016 voru það um 81 þúsund milljarðar króna. Vísindamenn áætla að tapaðar skatttekjur ríkja um allan heim vegna skattaskjóla sé um 25 þúsund milljarðar króna.
 

Í gögnunum er að finna tölur um Ísland og samkvæmt þeim fara 15 prósent af ætluðum skatti á hagnað fyrirtækja til skattaskjóla á hverju ári. Alls eru 47 milljarða króna fluttar héðan úr landi árlega í skattaskjól víða um heim. Ríkið verður því af um 10 milljörðum króna í  skatttekjur vegna þess á hverju ári. Stærstur hluti hagnaðarins fer til Lúxemborgar þar sem skattprósentan er 3 prósent. Skattaskjól utan ESB fylgja svo fast á eftir, hvort sem það er til Bresku Jómfrúaeyja, Máritíus eða Singapúr. Írland er svo þriðju valkostur þeirra sem flytja fjármuni úr landinu í aflandsfélög.