Reiðilestur helgu völu: engin árshátíð – „verð alltaf jafn reið þegar fólk leyfir sér að tala svona“

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar, var viðmælandi í þáttunum Hinir landlausu, sem sýndir voru á Sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Í viðtalinu var Helgu Völu mikið niðri fyrir og hélt mikla eldmessu sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, þá sérstaklega í ljósi tíðinda dagsins. Hér beint fyrir neðan má sjá myndbrotið með Helgu Völu en textinn er að finna beint fyrir neðan myndbandið sjálft.

„Auðvitað reynir þú allt sem þú getur til að bjarga börnunum þínum. Ég myndi alltaf gera það. Þess vegna verður maður svo reiður á að hlusta á þessa vitleysu. Það leyfa sér þingmenn hér að segja að það sé ekki til neitt sem heitir börn á flótta. Þetta séu bara foreldrar sem leggi þetta á börnin sín. Það sýnir svo mikið skilningsleysi hjá fólki sem talar svona. Ég veit bara fyrir mig sem er með fjögur börn, ég myndi gera allt, allt, ef ég stæði frammi fyrir þessu.

Ef maður horfir á barnið sitt í algjörri neyð, fá ekki að borða, eiga enga framtíð, það er fáránlegt að við látum eins og þetta sé einhver árshátíð. Eins og fólk geri það að gamni sínu að koma hingað í þessari neyð.

Ég verð alltaf jafn reið þegar fólk leyfir sér að tala svona, eins og fólk sé að leika sér að því að koma hingað með börnin sín í leit að vernd.“

Þáttinn í heild sinni má sjá hér.