Örn pirraður út í maríu: „ef hún hefði verið úr fellunum, væri hún þá annars flokks?“

Skoðanaskipti Maríu Lilju Þrastardóttur, Hildar Lilliendahl og Sóleyjar Tómasardóttur við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur hafa vakið athygli. María, Hildur og Sóley gagnrýndu Áslaugu fyrir karllæga orðanotkun í pistli sem hún skrifaði um um­bætur í réttar­kerfinu til handa fórnar­lömbum kyn­ferðis­of­beldis. Ýmsir réðust að Maríu og Hildi á samfélagsmiðlum í kjölfarið. María svaraði fyrir sig með því að segja að Áslaug Arna væri ekki útlensk, fátæk eða úr blokk í Fellunum. Hún væri hámenntuð, rík og úr Garðabæ og nyti þar sem forréttinda.

Nú hefur leikarinn örn Árnason blandað sér í umræðuna. Hann tjáir sig í grúppu fyrir íbúa Breiðholts nú í kvöld. Hann hefur verið búsettur í hverfinu síðan 2015 og líkar að sögn vel. Hann segir í ljósi umræðunnar, þá komi berlega í ljós að þegar fólk sé að velta fyrir sér stétt og stöðu, þá sé ljóst að miklir fordómar séu ríkjandi gagnvart Breiðholtinu.

„Nú eru ritdeilur milli fólks um orðanotkun dómsmálaráðherra á orðinu „þeir“ sem margir segja að sé karllægt orðalag. Ætla ekki að hafa skoðun á því en á einum stað las ég ummæli um Áslaugu Örnu. Þekki hana ekki en ritara fannst rétt að hnýta í hana með tilleggi í Breiðholtið:

„Áslaug Arna er ekki útlensk, fátæk eða úr blokk í fellunum. Hún er hámenntuð rík Garðabæjarmær og DÓMSMÁLARÁÐHERRA. Ég held að færri manneskjur njóti meiri forréttinda í heiminum. Hún er á toppnum og þarf engan hlífðarskjöld frá pöpulnum,“ skrifaði María Lilja.“

Þá veltir Örn upp þeirri spurningu að ef Áslaug Arna væri úr Fellunum, væri hún þá annars flokks.

„En ef hún hefði verið úr Fellunum, væri hún þá annars flokks? En reyndar er hún Árbænum! En hvað um það. Pirripú!“