Oddný: „viðbjóður, græðgi, valdahroki í það minnsta“

„Trump vill kaupa Grænland! Með mönnum og mús. Hvers konar hugsun er í höfðinu á þessum valdamikla manni? Heldur hann að sjálfstjórnarríki gangi kaupum og sölum? Ætlar hann að senda kauptilboð til Dana? Græðgin magnast þegar að jöklar bráðna og auðlindir Grænlands verða aðgengilegar.“

Þetta segir Oddný Sturludóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Hún deilir frétt Kjarnans um að  Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, sé sagður vilja kaupa Græn­land.  Heim­ild­ar­menn the Wall Street Journal halda því fram að Trump hafi oft íhugað að kaupa Græn­land og spurt þá hvort Banda­ríkin gætu gert það. Trump er sagður hafa ein­stakan áhuga á auð­lindum og stra­tegískri legu Græn­lands. Þar segir einnig að ráðgjafar Hvíta hússins styðji sumir hugmyndina. Oddný vill sjá íslenska ráðherra mótmæla Trump. Um þessi tíðindi segir Oddný:

„Ég á erfitt með að finna orð yfir þetta. Viðbjóður, græðgi, valdahroki í það minnsta.

Ætli varaforseti Bandaríkjanna setji tilboð í Ísland á dagskrá í vingjarnlegu spjalli við ráðherra okkar þegar þeir tala á móti honum opnum örmum í byrjun september? Kannski þora íslensku ráðherrarnir þá að nefna við hann skaðsemi kvenhaturs, fyrirlitningu sýnda samkynhneigðum og kosti fjölbreytileika og mannúðar?“