Ný heilsukönnun kynnt: íslendingar sofa of lítið

Ný og viðamikil könnun á heilsufari Íslendinga sem Gallup hefur gert sýnir að landsmenn sofa of lítið, en það eitt og sér getur leitt til margvíslegra kvilla að mati fagfólks í heilbrigðisgeiranum.

Þetta kemur fram í fréttaþættinum 21 í kvöld þar sem fulltrúar Gallup og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs ræða könnuna, en þar kemur líka fram að fjöldi ungmenna upplifir sig einmana og afskipta.

Í viðtalinu er einnig komið inn á samanburðarfaraldurinn sem geisar í landinu þar sem allir eiga ávallt að vera besta útgáfan af sjálfum sér, gónandi á fullkomnar fyrirmyndir á samfélagsmiðlunum.

Fréttaþátturinn hefst klukkan 21:00.