Ný gata opnuð við landsspítalann - fékk nafnið burknagata

Í dag verður opnuð akstursleið frá Snorrabraut inn á lóð Landspítala. Um er að ræða akstursleið á gatnamótum þar sem Gamla Hringbrautin var upp við Snorrabraut. Heiti nýju götunnar er Burknagata. Samhliða opnun götunnar verða opnuð undirgöng fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur undir akstursleiðina.

Einnig verða tekin í notkun ný malbikuð bílastæði sunnan við undirgöngin og eru þau ætluð starfsmönnum og gestum Landspítala og Háskóla Íslands. Snjóbræðsla verður í undirgöngunum og á göngustígum í kring. Minnt er á að meginaðgengi að byggingum Landspítala fyrir sjúklinga er enn frá Barónsstíg og Eiríksgötu.

Framkvæmdir standa enn við Landsspítalann og hafa margir íbúar við nágrenni spítalans kvartað undan hávaða og hristingi vegna sprenginga á svæðinu.