Staðfest: þungaða konan frá albaníu hefur verið flutt úr landi - landlæknir gagnrýnir brottflutninginn harðlega

„Ríkislögreglustjóri sér um að framfylgja brottvísunum hælisleitenda. Nú rétt fyrir fréttir sendi Útlendingastofnun frá sér yfirlýsingu um málið. Þar segir að stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafi haft vottorð frá lækni á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um að konan væri ferðafær.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Þar segir enn fremur:

„Fordæmi séu fyrir því að fresta brottvísun ef hún stefnir öryggi viðkomandi í hættu. Í þessu tilviki hafi konan leitað sér annars vottorðs á kvennadeild Landspítalans en að í því hafi ekkert komið fram um að flutningur hennar úr landi stefndi öryggi hennar í hættu. Því hafi hún verið flutt úr landi eins og til stóð.“

Það er því staðfest af Útlendingastofnun. Búið er að vísa konunni úr landi, þvert á ráðleggingar lækna.

Aðdragandi málsins er sá að lögreglan mætti til þess að flytja fjölskylduna úr landi klukkan 18:00 í gærkvöldi þrátt fyrir vottorð frá mæðradeild þar sem mælt var gegn því að konan færi í flug þar sem hún er gengin um 36 vikur með sitt annað barn hefur nú verið flutt af landi. Þetta staðfestir Útlendingastofnun í samtali við Hringbraut. 

„Í kvöld um 18:00 mætti lögreglan í lokað úrræði Útlendingastofnunar fyrir fjölskyldur, konur og fylgdarlaus ungmenni og ætlaði að handtaka unga fjölskyldu frá Albaníu. Fjölskyldan samanstendur af ungu pari og 2 ára barni, en konan er einnig kasólétt, komin á 35-36 viku. Parið hefur ekki fengið svar frá kærunefnd Útlendingamála í hendurnar og því gæti verið að máli þeirra sé ekki lokið.“

Þessar upplýsingar komu fram á Facebook-síðu No Borders en samtökin sem meðal annars berjast gegn brottvísun flóttamanna gagnrýna Útlendingastofnun og yfirvöld harðlega.

Parið bað um að fá að fara á spítalan þar sem konan fékk blóðnasir af áhyggjum og leyfði lögreglan það með því skilyrði að þau yrðu sótt klukkan fimm í nótt.

Konan fékk vottorð frá mæðradeild landspítalans með þeim upplýsingum að ekki væri mælt með því að hún færi í flug en klukkan fimm í nótt mætti lögreglan og sótti þau.

„Tveir lögreglumenn stoðdeildar komu og skoðuðu vottorðið frá meðgöngudeild landspítalans. Þeir sögðu að það skipti ekki neinu máli og að \trúnaðarlæknir\' Útlendingastofnunnar hefði ákveðið þetta. Konan man ekki eftir að hafa hitt lækni frá UTL en fór í blóðtöku hjá göngudeild hælisleitenda fyrir 10 dögum. Engar frekari skoðanir fór fram