Loks tókst að leysa ráðgátuna um dularfullu drykkjarílátin á Bústaðavegi: Þá er öryggi mínu ógnað

Loks tókst að leysa ráðgátuna um dularfullu drykkjarílátin á Bústaðavegi: Þá er öryggi mínu ógnað

Þessi mynd var greinilega tekin á laugardegi
Þessi mynd var greinilega tekin á laugardegi

Dularfullar merkjasendingar við Bústaðaveg hafa vakið athygli íbúa hverfisins undanfarin ár. Merkjasendingarnar hófust fyrst 2013 og hafa staðið til dagsins í dag. Um er að ræða ýmiss konar ílát, lituð í margs konar litum, sem sett hafa verið ofan á umferðarmerki á gatnamótum Grensásvegar og Bústaðavegar. Tilgangur gjörningsins er óþekktur en íbúar hafa orðið varir við ílátin í um þrjú ár og hafa kviknað upp margs konar kenningar um tilgang þeirra. 

Margir íbúar settu sig í sambandi við lögreglu yfir árin vegna þess og töldu margir að um skipulagðar merkjasendingar eiturlyfjasala væri um að ræða. Einnig var ein kenning um að um metnaðarfullt framhjáhald hafi verið um að ræða. Í samtali við DV árið 2015 sagði Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að þeir hafi séð til einstaklingsins sem stundaði að setja upp lituðu glösin.

„Já, við höfum fengið fjölmargar ábendingar vegna þessa máls og höfum heyrt margar kenningar. Við höfum hins vegar séð til einstaklingsins sem stendur fyrir þessu og höfum ekki talið ástæðu til þess að veita honum tiltal. Hann býr þarna skammt frá og það stafar engin ógn af honum. Það er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að um merkjasendingar vegna sölu fíkniefna sé að ræða. Hann setur ílátin yfirleitt upp um hábjartan dag. Við höfum fjarlægt þau reglulega en þau birtast alltaf aftur. Við höfum séð þessi ílát skjóta upp kollinum víðar, til dæmis hefur verið bolli undanfarið við gatnamót Snorrabrautar og Hringbrautar. Við gefum okkur það að sami aðili standi fyrir þessu,“ sagði Gunnar á sínum tíma.

DV birti svo í helgarblaði sínu viðtal við einstakling sem segist bera ábyrgð á þessum gjörningi. Segir sá einstaklingur, sem neitaði að koma undir nafni, að hann sé listamaður og segir gjörninginn heita Smelligaldur. Hann fullyrðir að gjörningurinn hafi nú staðið yfir í tuttugu ár. 

„Glösin eru í mörgum mismunandi neonlitum, en þeim er raðað eftir vikudögum, þó að stundum leyfi hann glösunum að vera lengur. Það eru þó ekki bara glös sem listamaðurinn kemur fyrir heldur er stundum um að ræða bolla, en listamaðurinn er með nákvæmt kerfi yfir það hvernig glas eða bolli kemur á hvaða árstíma „Ég er ekki með neina tölu á því hvað þetta hafa verið mörg glös, dettur engin tala í hug. Neonlitir hafa alltaf kveikt í mér, þeir fanga alltaf athyglina, þá sérstaklega bleikur,“ sagði ónefndi listamaðurinn. Þá segir einnig á vef DV:

Upp á síðkastið hefur það reglulega komið fyrir að fólk taki glösin í burtu, þetta sárnar listamanninum sem segist ekki skilja hví fólk taki glösin, En þegar fólk fjarlægir glös þá finnst honum öryggi sínu ógnað. „Þessi gjörningur er ég og túlkun á mér, því eins og ég segi þá snýst hann um öryggi.“

Þetta merkja litir glasanna: Mánudagur – Gulur Þriðjudagur – Appelsínugulur Miðvikudagur – Grænn Fimmtudagur – Bleikur Föstudagur – Blár Laugardagur – Gulllitaður Sunnudagur – Hvítur

Nýjast