Nanna kristín: „mér fannst allir dæma mig“

„Ég velti því mikið fyrir mér af hverju ég gæti ekki verið eins og allir hinir [...] Og af hverju fylgdi öll þessi van­líðan og kvíði? Þó að ég fengi mér bara einn bjór og færi snemma í háttinn þá vaknaði ég samt í van­líðan og ótta.“

Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona og leikstjóri opnar sig um félagskvíða og misnotkun á áfengi í viðtali við Fréttablaðið. Hún segir að það hafi verið sorgarferli að hætta að drekka. Hún segir:

 „Ég tók bara á­kvörðun einn daginn og hringdi í góða vin­konu sem ég vissi að ég gæti treyst á og hún kynnti mig fyrir þeim leiðum sem eru í boði. Það var samt erfitt. Fundir hjá 12 spora sam­tökum og það að þiggja hjálp frá öðrum var á­skorun fyrir mig.“

Þá bætir Nanna við að hefði hún ekki lagt áfengið á hilluna ásamt áfenginu væri hún ekki á þeim stað sem hún er í dag. Nanna Kristín segir:

„Mér fannst allir dæma mig. En sú til­finning varði ekki lengi, maður lærir fljótt með því að hlusta á aðra. Þótt við séum ólík þá eigum við flest svo margt sam­eigin­legt. Við eigum það nefni­lega öll sam­eigin­legt að vilja fyrst og fremst eiga gott líf. Ég var áður and­snúin því að fara í gegnum 12 spora kerfi því ég var svo hrædd um að verða heila­þvegin. Já, for­dómarnir leynast víða.“